Ferðaþjónustan malar gull og er ein af grunnstoðum hagkerfisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 19:00 Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.Sjötíu milljarðar í kassann Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt. Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.Fjölgar og fjölgar Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu. Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.Mikil áskorun að jafna sveifluna Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans. Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga. Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira