Körfubolti

Frábær byrjun Solna dugði ekki - sigurgangan á enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Heimasíða Solna Vikings
Logi Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Solna Vikings sem tapaði naumlega fyrir toppliði Sodertelje Kings, 84-87, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna Vikings var búið að vinna sjö leiki í röð og var komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Logi skoraði 10 af 16 stigum sínum á fyrstu tólf mínútum leiksins en Solna komst þá í 29-15. Sodertelje minnkaði muninn í þrjú stig fyrir hálfleik, það var jafnt eftir þriðja leikhlutann og Sodertelje var síðan sterkara á lokasprettinum.

Logi hitti úr fjórum fyrstu skotum sínum í leiknum en setti alls niður 5 af 8 skotum sínum. Hann var einnig með 3 fráköst og 1 stoðsendingu.

Sodertelje Kings vann þarna ellefta heimasigur í röð og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×