Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur 28. febrúar 2012 00:28 Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira