Viðskipti innlent

Vatnið kemur heim að dyrum

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson
Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar hyggst bjóða upp á heimsendingu á vatninu Icelandic Glacial í Kaliforníu og Flórída. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjölmiðlana Los Angeles Times og Sun Sentinel. Vatnið mun þannig berast heim til fólks með blöðunum.

Jón Ólafsson segir að þetta sé það stærsta sem Icelandic Glacial hafi ráðist í til þessa. Í tilkynningu segir að með þessu móti geti fyrirtækið lagt sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×