Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert 19. september 2012 06:32 Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent