Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Magnús Halldórsson skrifar 19. september 2012 13:13 Parker heldur erindi í Turninum. mynd/ gva. Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið. Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvíslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum, með fyrrnefndum afleiðingum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallaði Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið seinni part næsta ár, 2013, ekkert geti bjargað Grikklandi eins og skuldabréfamarkaðir gefi til kynna, en vaxtaálag á 10 ára skuldabréf landsins er nú 19,89 prósent skv. upplýsingum frá markaðsvakt Bloomberg. Það er margfalt hærra en hjá öllum ríkjum Evrópu og raunar næstum öllum ríkjum heimsins. Parker fór vítt og breitt yfir stöðu mála á alþjóðamörkuðum, og þá ekki síst hvernig einstaka eignaflokkar væru að ávaxtast þessi misserin, allt frá hluta- og skuldabréfum, til einstaka hrávörutegunda. Parker sagði mikla óvissu vera í kortunum, ekki síst pólitíska óvissu, þar sem niðurstaða kosninga í einstökum ríkjum geti haft afgerandi áhrif á gang efnahagsmála. Heilt yfir væru seðlabankar að styðja við hagvöxt með fjárinnspýtingu, og að þeir væru að hafa áhrif til góðs. Í Evrópu væri þó enn fyrir hendi vandamál, sem snéri að því að trúverðug hagvaxtaráætlun, heildstætt fyrir álfuna alla, væri ekki fyrir hendi. Parker sagði, aðspurður um stöðu mála hér á landi, að Ísland væri að ná sér nokkuð vel upp úr efnahagslægðinni, eins og hagtölurnar sýndu. Hann sagði gjaldeyrishöftin aðkallandi vandamál, en að „sjokk" aðferðin, þ.e. að afnema höftin hratt, væri ekki skynsamleg og líklega myndi hagkerfið ekki lifa það af ef henni yrði beitt. Hann sagði að hægt og bítandi þyrfti að afnema höftin, samhliða endurskipulagningu á regluverki, og eðlilegt væri að horfa til næstu tveggja til þriggja ára í þeim efnum. Þá væri einnig mikilvægt að flýta vinnu við að slíta þrotabúum gömlu bankanna, eða ná nauðasamningum við kröfuhafa. Erlendir fjárfestar horfðu ekki síst til þess, þar sem trúverðugleiki efnahags landsins myndi aukast þegar þeirri vinnu væri lokið.
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent