"Apple á meira en nóg af peningum" 24. febrúar 2012 12:47 mynd/AP Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur