Skuldabréfaútboði CCP lokið - 75 prósent umframeftirspurn Magnús Halldórsson skrifar 6. júlí 2012 14:46 Myndskot úr EVE-online. Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir," að því er segir í tilkynningu frá CCP. Þeir fjármunir sem aflað var í útboðinu styrkja lausafjárstöðu CCP. Verða þeir fjármunir sem aflað hefur verið í útboðinu nýttir í almennan rekstur CCP, ásamt því að styðja við alþjóðlega markaðssetningu á nýrri vöru CCP, fjölspilunartölvuleiknum Dust 514, sem CCP mun gefa út og markaðssetja síðar á þessu ári í samstarfi við Sony. „Það er sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir miklum stuðningi við félagið af hálfu innlendra lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta nú þegar fyrir höndum er næsta stóra skref í vexti félagsins. Við erum meðvitaðir um að þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa á innanlandsmarkaði í langan tíma, ef frá er talin útgáfa opinberra aðila og orkufyrirtækja, og gerum ráð fyrir að þetta sé vísbending um að íslenskur fjármálamarkaður sé áhugasamur um að styðja við önnur fyrirtæki sem fylgt geta okkar fordæmi. Einnig erum við stoltir af því að hafa sýnt fram á að mögulegt er að byggja upp áhugaverða og fjölbreytta fjárfestingarkosti á Íslandi í fleiri atvinnugreinum en þeim sem byggja á okkar verðmætu náttúruauðlindum," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningu. Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi á næstunni. Ráðgjöf og umsjón með útboðsferlinu var í höndum Arctica Finance hf. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Lokuðu útboði til fjárfesta á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af CCP hf. lauk 4. júlí s.l. Í boði voru USD 15 milljónir og bárust áskriftir fyrir USD 26,3 milljónum eða rúmlega 75% umfram þá fjárhæð sem í boði var, að því er segir í tilkynningu frá CCP. Meðal kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir. „Með hliðsjón af umframáskrift og mikilli þátttöku innlendra stofnanafjárfesta hefur stjórn CCP hf. ákveðið að nýta að fullu heimild frá hluthafafundi til að hækka útboðsfjárhæðina í USD 20 milljónir," að því er segir í tilkynningu frá CCP. Þeir fjármunir sem aflað var í útboðinu styrkja lausafjárstöðu CCP. Verða þeir fjármunir sem aflað hefur verið í útboðinu nýttir í almennan rekstur CCP, ásamt því að styðja við alþjóðlega markaðssetningu á nýrri vöru CCP, fjölspilunartölvuleiknum Dust 514, sem CCP mun gefa út og markaðssetja síðar á þessu ári í samstarfi við Sony. „Það er sérstaklega ánægjulegt að finna fyrir miklum stuðningi við félagið af hálfu innlendra lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta nú þegar fyrir höndum er næsta stóra skref í vexti félagsins. Við erum meðvitaðir um að þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa á innanlandsmarkaði í langan tíma, ef frá er talin útgáfa opinberra aðila og orkufyrirtækja, og gerum ráð fyrir að þetta sé vísbending um að íslenskur fjármálamarkaður sé áhugasamur um að styðja við önnur fyrirtæki sem fylgt geta okkar fordæmi. Einnig erum við stoltir af því að hafa sýnt fram á að mögulegt er að byggja upp áhugaverða og fjölbreytta fjárfestingarkosti á Íslandi í fleiri atvinnugreinum en þeim sem byggja á okkar verðmætu náttúruauðlindum," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningu. Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi á næstunni. Ráðgjöf og umsjón með útboðsferlinu var í höndum Arctica Finance hf.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira