Ísland kannski fyrirmynd fyrir Breta BBI skrifar 6. júlí 2012 21:51 Rannsóknarnefnd Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis og viðbrögð Íslendinga við hruninu árið 2008 geta orðið ákveðin fyrirmynd fyrir breska þingmenn sem hafa síðustu daga krafist þess að bankakerfi landsins verði rannsakað af óháðum aðila. Á þetta er bent í frétt The Financial Times. Eftir að vaxtasvindl bankans Barclays komst í hámæli í Bretlandi hafa þingmenn Verkamannaflokksins krafist þess að settur verði á fót sjálfstæður rannsóknaraðili til að gaumgæfa kerfið í landinu. Í frétt The Financial Times er spurt hvort þeir viti alveg hvers þeir eru að óska sér. Eftir 15 mánaða vinnu Rannsóknarnefndar Alþingis kom út hin ítarlega skýrsla. Og þó bankastarfsmenn landsins hafi þar mjög verið gagnrýndir kom einnig í ljós að stjórnmálamenn höfðu gerst sekir um alvarlega vanrækslu. Þetta leiddi meðal annars til Landsdómsmálsins þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var fundinn sekur um stjórnarskrárbrot. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var gerð til að sefa almenna reiði fólks í landinu og finna leið til að vinna úr hruninu. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir í viðtali við blaðið að í raun hafi skýrslan verið yfirgripsmikil og mikilvæg til upplýsingar í sakamálarannsóknum gegn yfir 100 manns í fjármálageiranum. Skýrslan hafði einnig mikil áhrif í vinnu við stjórnlagafrumvarp stjórnlagaráðs. Í The Financial Times er fjallað um hve mikið lof skýrslan hlaut hjá íslenskum almenningi og sagt frá því hvernig öll níu bindin voru lesin upp í Borgarleikhúsinu eftir að hún kom út. Kröfur hinna bresku þingmanna um rannsókn sjálfstæðs aðila á fjármálakerfi landsins minna um margt á Rannsóknarnefnd Alþingis og í frétt The Financial Times eru því gerðir skórnir að Ísland geti verið fyrirmynd fyrir Bretland að þessu leyti. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis og viðbrögð Íslendinga við hruninu árið 2008 geta orðið ákveðin fyrirmynd fyrir breska þingmenn sem hafa síðustu daga krafist þess að bankakerfi landsins verði rannsakað af óháðum aðila. Á þetta er bent í frétt The Financial Times. Eftir að vaxtasvindl bankans Barclays komst í hámæli í Bretlandi hafa þingmenn Verkamannaflokksins krafist þess að settur verði á fót sjálfstæður rannsóknaraðili til að gaumgæfa kerfið í landinu. Í frétt The Financial Times er spurt hvort þeir viti alveg hvers þeir eru að óska sér. Eftir 15 mánaða vinnu Rannsóknarnefndar Alþingis kom út hin ítarlega skýrsla. Og þó bankastarfsmenn landsins hafi þar mjög verið gagnrýndir kom einnig í ljós að stjórnmálamenn höfðu gerst sekir um alvarlega vanrækslu. Þetta leiddi meðal annars til Landsdómsmálsins þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var fundinn sekur um stjórnarskrárbrot. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var gerð til að sefa almenna reiði fólks í landinu og finna leið til að vinna úr hruninu. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir í viðtali við blaðið að í raun hafi skýrslan verið yfirgripsmikil og mikilvæg til upplýsingar í sakamálarannsóknum gegn yfir 100 manns í fjármálageiranum. Skýrslan hafði einnig mikil áhrif í vinnu við stjórnlagafrumvarp stjórnlagaráðs. Í The Financial Times er fjallað um hve mikið lof skýrslan hlaut hjá íslenskum almenningi og sagt frá því hvernig öll níu bindin voru lesin upp í Borgarleikhúsinu eftir að hún kom út. Kröfur hinna bresku þingmanna um rannsókn sjálfstæðs aðila á fjármálakerfi landsins minna um margt á Rannsóknarnefnd Alþingis og í frétt The Financial Times eru því gerðir skórnir að Ísland geti verið fyrirmynd fyrir Bretland að þessu leyti.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira