Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum VG skrifar 22. júní 2012 15:12 Pétur Jóhannes segir spilara í EVE online ótrúlega hugvitssama oft á tíðum. „Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
„Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent