Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum VG skrifar 22. júní 2012 15:12 Pétur Jóhannes segir spilara í EVE online ótrúlega hugvitssama oft á tíðum. „Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira