Ástæðan fyrir því að Íbúðalánasjóður hefur lánað um 45% færri lán í ár miðað við sama tíma í fyrra liggur aðallega í því að bankinn hefur ekki boðið upp á óverðtryggð lán.
Það er því einna helst eftirspurn almennings eftir óverðtryggðum lánum sem hefur valdið því að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs hrapaði úr 60% í fyrra niður í um 30% í ár.
„Menn sækja í óverðtryggðu lánin og þegar við bjóðum ekki upp á þau dettum við bara út," segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Hann bendir á að þegar verðbólgan er sex prósent sé freistandi að taka óverðtryggt lán með 6,5% vöxtum án verðtryggingar. Þannig hafa lánakjör spilað inn í minnkandi markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs.
Íbúðalánasjóður hefur hingað til ekki boðið upp á óverðtryggð lán en hyggst gera það frá og með haustinu.
Óverðtryggð lán valda óvinsældum Íbúðalánasjóðs

Tengdar fréttir

Íbúðalánasjóður lánar minna
Íbúðalánasjóður hefur lánað mun minna til fasteignakaupa það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir 20% meiri veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.