Þinglýstum leigusamningum um íbúðarhúsnæði á landinu öllu fækkaði um rúm 4% í júní miðað við sama mánuð í fyrra.
Í heild var þinglýst 696 samningum í júní s.l. á móti 726 samningum í júní í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.
Mest varð fækkunin á Vesturlandi eða 28,6%. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir samningana voru gerðir, fækkaði þeim um 5,3% milli ára.
Í tveimur landshlutum var um fjölgun að ræða, þ.e. á Norðurlandi þar sem þeim fjölgaði um rúm 17% og á Vestfjörðum þar sem þeim fjölgaði um 75%. Tekið skal fram að aðeins tveir samningar eru að baki fjölguninni á Vestfjörðum.
Leigusamningum fækkar milli ára

Mest lesið

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Forstjóri X hættir óvænt
Viðskipti erlent

Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum
Viðskipti innlent


Engin U-beygja hjá Play
Viðskipti innlent

Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

„Ávísun á ánægjuleg viðskipti“
Samstarf

Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent