Lífeyrissjóðirnir munu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum Magnús Halldórsson skrifar 11. júní 2012 00:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Lífeyrissjóðirnir munu ekki geta fjárfest að vild erlendis við afnám hafta þar sem slíkt gæti grafið undir krónunni og rýrt eignir lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í bankanum í síðustu viku. Gjaldeyrishöftin eru helsti áhættuþátturinn í íslenska hagkerfinu þessi misserin, samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika sem kom út í síðustu viku. Margumtalaðar aflandskrónur, þ.e. íslenskar krónur í eigu erlendra aðila sem gætu farið hratt úr íslenska hagkerfinu við afnám hafta, eru ekki eina vandamálið þegar kemur að höftunum, en sá vandi er þó metinn á bilinu 400 til 600 milljarðar króna eins og staða mála er í dag. Þannig hafa safnast upp miklar fjárhæðir á innlánsreikningum í eigu íslenskra lífeyris- og verðbréfasjóða frá því höftin voru sett, eða hátt í 200 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru með langstærstan hluta af þeirri upphæð með tæplega 160 milljarða króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi um fjármálstöðugleikaskýrslu Seðlabankans í síðustu viku að lífeyrissjóðirnir myndu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum, þar sem hætta væri á því að slíkt myndi grafa undan krónunni. Fjárfestingum sjóðanna erlendis yrði stýrt þannig að fjármálastöðugleika yrði ekki ógnað, en Már sagði enn fremur að of hratt útflæði á fjármagni lífeyrissjóða gæti minnkað eignir sjóðanna hér þar sem slíkt gæti kallað fram gengisfall og verðbólgu. Endanleg útfærsla á því hvernig þessum fjárfestingum verður stýrt liggur þó ekki fyrir, enda áætlun seðlabankans um afnám hafta enn í gangi. Heildareignir lífeyrissjóðanna eru nú ríflega 2.200 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um stöðu lífeyrissjóðanna, eða sem nemur um 140 prósentum af árlegri landsframleiðslu. Sjá má upplýsingar um stöðu lífeyrissjóðanna hér. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir munu ekki geta fjárfest að vild erlendis við afnám hafta þar sem slíkt gæti grafið undir krónunni og rýrt eignir lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í bankanum í síðustu viku. Gjaldeyrishöftin eru helsti áhættuþátturinn í íslenska hagkerfinu þessi misserin, samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika sem kom út í síðustu viku. Margumtalaðar aflandskrónur, þ.e. íslenskar krónur í eigu erlendra aðila sem gætu farið hratt úr íslenska hagkerfinu við afnám hafta, eru ekki eina vandamálið þegar kemur að höftunum, en sá vandi er þó metinn á bilinu 400 til 600 milljarðar króna eins og staða mála er í dag. Þannig hafa safnast upp miklar fjárhæðir á innlánsreikningum í eigu íslenskra lífeyris- og verðbréfasjóða frá því höftin voru sett, eða hátt í 200 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru með langstærstan hluta af þeirri upphæð með tæplega 160 milljarða króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi um fjármálstöðugleikaskýrslu Seðlabankans í síðustu viku að lífeyrissjóðirnir myndu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum, þar sem hætta væri á því að slíkt myndi grafa undan krónunni. Fjárfestingum sjóðanna erlendis yrði stýrt þannig að fjármálastöðugleika yrði ekki ógnað, en Már sagði enn fremur að of hratt útflæði á fjármagni lífeyrissjóða gæti minnkað eignir sjóðanna hér þar sem slíkt gæti kallað fram gengisfall og verðbólgu. Endanleg útfærsla á því hvernig þessum fjárfestingum verður stýrt liggur þó ekki fyrir, enda áætlun seðlabankans um afnám hafta enn í gangi. Heildareignir lífeyrissjóðanna eru nú ríflega 2.200 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um stöðu lífeyrissjóðanna, eða sem nemur um 140 prósentum af árlegri landsframleiðslu. Sjá má upplýsingar um stöðu lífeyrissjóðanna hér.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent