Innlán sparisjóðanna níu milljörðum meiri en útlán Magnús Halldórsson skrifar 11. júní 2012 21:40 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku. Í ritinu segir að rekstrarforsendur sjóðanna séu að óbreyttu veikar, þar sem grunnrekstur sé ekki nægilega traustur og útlánaáhætta enn töluvert mikil. Orðrétt segir í fjármálaritinu: „Samkomulag hefur náðst um kaup Landsbankans á Sparisjóði Svarfdæla og Arion banki og Sparisjóður Ólafsfjarðar munu sameinast. Arion banki á 94,45% stofnfjár í Afli sparisjóði og hefur haft í hyggju að sameina sjóðinn bankanum. Vegna skorts á atkvæðamagni þrátt fyrir þennan eignarhlut hefur það ekki gengið eftir. Ef þetta gengi eftir yrðu sparisjóðirnir 7 talsins. Af þessum 7 sparisjóðum eru tveir með eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki [8 prósent innsk. blm.], þ.e.a.s. Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Bolungarvíkur. Fjármálaeftirlitið hefur veitt þessum sparisjóðum tiltekinn frest til að skila inn greinargerð þar sem fram kemur til hvaða ráðstafana sjóðirnir hyggjast grípa af þessu tilefni, í samræmi við 86. gr. laga nr. 161/2002. Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis eru með eiginfjárhlutfall nálægt þeirra lögbundna lágmarki og gætu gengislánadómar Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sjóði. Það er því nokkuð ljóst að sparisjóðirnir standa höllum fæti og forsendur fyrir áframhaldandi rekstri margra þeirra eru að óbreyttu veikar." Ríkið á beinan eignarhlut í fimm sparisjóðum, 55 prósent í Sparisjóði Vestmannaeyja, 49,5 prósent í Sparisjóði Norðfjarðar, 90,5 prósent í Sparisjóði Bolungarvíkur, 75,8 prósent í Sparisjóði Þórshafnar og 90 prósent í Sparisjóði Svarfdæla. Aðrir sjóðir, miðað við stöðuna eins og hún var um síðustu áramót, eru Sparisjóður Suður-Þineyinga, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Höfðhverfunga og Afl Sparisjóður. Samtals er eigið fé sparisjóðakerfisins 3,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í ritinu. Í ársreikningum sparisjóðanna fyrir árið 2011 er virði annarra eigna en útlána sagt vera 22 milljarðar króna, og skiptir það sköpum þegar kemur að virði eiginfjár þar sem innlán eru töluvert umfram útlán, eins og fyrr segir. Sjá má fjármálastöðugleikarit seðlabankans hér, en umfjöllun um sparisjóðina er m.a. á síðum 48 til 50. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku. Í ritinu segir að rekstrarforsendur sjóðanna séu að óbreyttu veikar, þar sem grunnrekstur sé ekki nægilega traustur og útlánaáhætta enn töluvert mikil. Orðrétt segir í fjármálaritinu: „Samkomulag hefur náðst um kaup Landsbankans á Sparisjóði Svarfdæla og Arion banki og Sparisjóður Ólafsfjarðar munu sameinast. Arion banki á 94,45% stofnfjár í Afli sparisjóði og hefur haft í hyggju að sameina sjóðinn bankanum. Vegna skorts á atkvæðamagni þrátt fyrir þennan eignarhlut hefur það ekki gengið eftir. Ef þetta gengi eftir yrðu sparisjóðirnir 7 talsins. Af þessum 7 sparisjóðum eru tveir með eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki [8 prósent innsk. blm.], þ.e.a.s. Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Bolungarvíkur. Fjármálaeftirlitið hefur veitt þessum sparisjóðum tiltekinn frest til að skila inn greinargerð þar sem fram kemur til hvaða ráðstafana sjóðirnir hyggjast grípa af þessu tilefni, í samræmi við 86. gr. laga nr. 161/2002. Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis eru með eiginfjárhlutfall nálægt þeirra lögbundna lágmarki og gætu gengislánadómar Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sjóði. Það er því nokkuð ljóst að sparisjóðirnir standa höllum fæti og forsendur fyrir áframhaldandi rekstri margra þeirra eru að óbreyttu veikar." Ríkið á beinan eignarhlut í fimm sparisjóðum, 55 prósent í Sparisjóði Vestmannaeyja, 49,5 prósent í Sparisjóði Norðfjarðar, 90,5 prósent í Sparisjóði Bolungarvíkur, 75,8 prósent í Sparisjóði Þórshafnar og 90 prósent í Sparisjóði Svarfdæla. Aðrir sjóðir, miðað við stöðuna eins og hún var um síðustu áramót, eru Sparisjóður Suður-Þineyinga, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Höfðhverfunga og Afl Sparisjóður. Samtals er eigið fé sparisjóðakerfisins 3,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í ritinu. Í ársreikningum sparisjóðanna fyrir árið 2011 er virði annarra eigna en útlána sagt vera 22 milljarðar króna, og skiptir það sköpum þegar kemur að virði eiginfjár þar sem innlán eru töluvert umfram útlán, eins og fyrr segir. Sjá má fjármálastöðugleikarit seðlabankans hér, en umfjöllun um sparisjóðina er m.a. á síðum 48 til 50.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira