"Fyrir suma er kreppan rétt að byrja“ BBI skrifar 7. ágúst 2012 21:12 Guðmundur Ólafsson. Mynd/Anton Brink „Það er algert rugl" að okkar Íslendinga bíði betri tímar fjárhagslega að mati Guðmundar Ólafssonar, hagfræðings. Í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni segir hann að fyrir suma sé kreppan bara rétt að byrja. Guðmundur segir að lánstraust Íslendinga sé í algeru lágmarki eftir kreppuna og það sé mjög neikvætt. „Það sem er stórhættulegt fyrir okkur er að fjárfestingar hafa algerlega hrunið," segir hann. Fjárfestingar í dag séu notaðar til að byggja upp atvinnulíf í framtíðinni og því sé stöðnun núna ávísun á vandræði síðar. Maður getur fengið fjármagn eftir þremur leiðum að sögn Guðmundar. Við getum í fyrsta lagi fengið það að láni hjá útlendingum. Það telur hann ekki fýsilegt sem stendur. Í öðru lagi getum við fengið útlendinga til að koma til landsins og eiga hluti í íslenskum fyrirtækjum. „Mér sýnist að Íslendingar séu ekki mjög hrifnir af því að útlendingar séu að eiga einhverja eyðifláka uppi á fjöllum," segir hann. Og þá kemur í þriðja lagi aðeins til greiða að eiga peninga sjálfir. „Og við eigum ekkert af þeim," segir hann. „Þannig að við erum að sigla yfir í alveg skelfilega hluti," segir hann og telur það versta við ástandið að um þessar mundir hrópa ýmsir ábyrgir menn húrra fyrir ástandinu og telja okkur trú um að nú sé komið borð fyrir báru. Þessi húrrahróp telur Guðmundur að hluta til innantóman áróður. „Ríkisstjórnin er bara að undirbúa næstu kosningar. Það er ár í þær og nú er allt kapp lagt í að hrópa húrra fyrir sjálfum sér," segir hann. Í lok viðtalsins víkur Guðmundur nokkrum orðum að gjaldmiðli landsins. „Í guðanna bænum, losum okkur við krónuna. Tökum upp mynt sem eitthvað vit er í. Við erum í gjaldeyrisfangelsi. Og hvað þýðir það? Bara að það er verið að fresta skellinum," segir hann að lokum. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
„Það er algert rugl" að okkar Íslendinga bíði betri tímar fjárhagslega að mati Guðmundar Ólafssonar, hagfræðings. Í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni segir hann að fyrir suma sé kreppan bara rétt að byrja. Guðmundur segir að lánstraust Íslendinga sé í algeru lágmarki eftir kreppuna og það sé mjög neikvætt. „Það sem er stórhættulegt fyrir okkur er að fjárfestingar hafa algerlega hrunið," segir hann. Fjárfestingar í dag séu notaðar til að byggja upp atvinnulíf í framtíðinni og því sé stöðnun núna ávísun á vandræði síðar. Maður getur fengið fjármagn eftir þremur leiðum að sögn Guðmundar. Við getum í fyrsta lagi fengið það að láni hjá útlendingum. Það telur hann ekki fýsilegt sem stendur. Í öðru lagi getum við fengið útlendinga til að koma til landsins og eiga hluti í íslenskum fyrirtækjum. „Mér sýnist að Íslendingar séu ekki mjög hrifnir af því að útlendingar séu að eiga einhverja eyðifláka uppi á fjöllum," segir hann. Og þá kemur í þriðja lagi aðeins til greiða að eiga peninga sjálfir. „Og við eigum ekkert af þeim," segir hann. „Þannig að við erum að sigla yfir í alveg skelfilega hluti," segir hann og telur það versta við ástandið að um þessar mundir hrópa ýmsir ábyrgir menn húrra fyrir ástandinu og telja okkur trú um að nú sé komið borð fyrir báru. Þessi húrrahróp telur Guðmundur að hluta til innantóman áróður. „Ríkisstjórnin er bara að undirbúa næstu kosningar. Það er ár í þær og nú er allt kapp lagt í að hrópa húrra fyrir sjálfum sér," segir hann. Í lok viðtalsins víkur Guðmundur nokkrum orðum að gjaldmiðli landsins. „Í guðanna bænum, losum okkur við krónuna. Tökum upp mynt sem eitthvað vit er í. Við erum í gjaldeyrisfangelsi. Og hvað þýðir það? Bara að það er verið að fresta skellinum," segir hann að lokum.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira