Viðskipti innlent

Liv fékk markaðsverðlaunin

Glaðir verðlaunahafar Þau Liv Bergþórsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marel, veittu Markaðsverðlaununum viðtöku í gær.
Glaðir verðlaunahafar Þau Liv Bergþórsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marel, veittu Markaðsverðlaununum viðtöku í gær.
Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, og Marel voru verðlaunuð sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki ársins á Markaðsverðlaunum ÍMARK í gær.

Þetta var í 22. sinn sem ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, veitti Markaðsverðlaunin en að þessu sinni afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þau.

Í rökstuðningi fyrir ákvörðun ÍMARK segir að Liv hafi náð að byggja upp sterka markaðshneigða fyrirtækjamenningu hjá Nova sem auk þess hafi sterka staðfærslu á markaði. Þá er markaðsstarf Marels sagt sterkt, vel skipulagt og árangursríkt.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×