Fjárfestar hafa tvöfaldað féð sem þeir settu í Haga Þórður skrifar 30. október 2012 08:00 Góð ávöxtun Kaup Búvalla í Högum voru valin viðskipti ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins. Hópurinn hefur nú tvöfaldað virði fjárfestingar sinnar. Hallbjörn Karlsson, Árni Hauksson og Sigþór Jónsson, þá forstöðumaður hjá Stefni, leiddu hópinn. fréttablaðið/stefán Gengi Haga rauf 20 króna múrinn í gær þegar virði bréfa í félaginu hækkaði um 2,26 prósent. Alls hafa þeir fjárfestar sem keyptu 44 prósenta hlut í Högum áður en félagið var skráð á markað tvöfaldað fjárfestingu sína. Tveir stjórnendur Haga, sem fengu hlutabréf í Högum gefins, seldu þau fyrir helgi fyrir um 50 milljónir króna. IFS Greining telur að virði hluta í Högum eigi enn eftir að vaxa á næstu mánuðum. Gengi Haga var 20,35 krónur á hlut í lok dags í gær. Það hefur aldrei verið hærra og fór í fyrsta sinn yfir 20 krónur á hlut. Sá hópur fjárfesta sem stóð að Búvöllum, sem keypti 44 prósenta hlut í Högum áður en félagið var skráð á markað, borgaði 5,4 milljarða króna fyrir þann hlut. Miðað við lokagengi gærdagsins er virði hlutarins 10,9 milljarðar króna. Að Búvöllum stóðu Hagamelur ehf. (í eigu Árna Haukssonar, Hallbjörns Karlssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og TM), nokkrir lífeyrissjóðir, tveir fagfjárfestingasjóðir sem lúta stjórn Stefnis, Miranda ehf. (í eigu Berglindar Jónsdóttur) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Hópurinn hefur síðan skipt eignarhlutunum á milli sín í samræmi við framlagða fjárfestingu. Þegar Hagar voru skráðir á markað í desember var gengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Þeir sem keyptu á því gengi hafa því ávaxtað fé sitt um 34 prósent. Samþjöppun er þó að eiga sér stað í eigendahópi Haga en alls voru hluthafar félagsins tæplega 1.300 í byrjun október síðastliðins. Þeir voru yfir tvö þúsund í mars og hefur því fækkað um rúman þriðjung á sjö mánuðum. Í uppfærðu virðismati IFS Greiningar á hlutum í Högum sem birt var um helgina kemur fram að fyrirtækið telji virðismatsgengi Haga vera 23,1 krónu á hlut, eða töluvert hærra en gengi þess í kauphöll. IFS telur enn fremur að markgengi Haga eftir hálft ár verði á milli 23 og 24 krónur. IFS ráðleggur því fjárfestum að kaupa hluti í Högum. Tveir af lykilstjórnendum Haga, þeir Gunnar I. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, seldu fyrir helgi öll hlutabréf sín í félaginu fyrir samtals 48,6 milljónir króna. Þeir eignuðust hlutinn þegar Arion banki gaf þeim, og þremur öðrum stjórnendum, hann á fyrri hluta síðasta árs. Þeir seldu á genginu 19,85 krónur. Tilkynnt var um viðskiptin sama dag og Hagar birtu nýjasta hálfsársuppgjör sitt, þar sem fram kom að félagið hefði hagnast um 1,6 milljarða króna frá mars og út ágústmánuð. Hinir þrír stjórnendurnir sem fengu hlutabréf gefins, þeir Finnur Árnason forstjóri, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og Kjartan Már Friðriksson, framkvæmdastjóri Banana, eiga enn eins prósents hlut í Högum. Virði þess er í dag er um 247 milljónir króna. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gengi Haga rauf 20 króna múrinn í gær þegar virði bréfa í félaginu hækkaði um 2,26 prósent. Alls hafa þeir fjárfestar sem keyptu 44 prósenta hlut í Högum áður en félagið var skráð á markað tvöfaldað fjárfestingu sína. Tveir stjórnendur Haga, sem fengu hlutabréf í Högum gefins, seldu þau fyrir helgi fyrir um 50 milljónir króna. IFS Greining telur að virði hluta í Högum eigi enn eftir að vaxa á næstu mánuðum. Gengi Haga var 20,35 krónur á hlut í lok dags í gær. Það hefur aldrei verið hærra og fór í fyrsta sinn yfir 20 krónur á hlut. Sá hópur fjárfesta sem stóð að Búvöllum, sem keypti 44 prósenta hlut í Högum áður en félagið var skráð á markað, borgaði 5,4 milljarða króna fyrir þann hlut. Miðað við lokagengi gærdagsins er virði hlutarins 10,9 milljarðar króna. Að Búvöllum stóðu Hagamelur ehf. (í eigu Árna Haukssonar, Hallbjörns Karlssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og TM), nokkrir lífeyrissjóðir, tveir fagfjárfestingasjóðir sem lúta stjórn Stefnis, Miranda ehf. (í eigu Berglindar Jónsdóttur) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Hópurinn hefur síðan skipt eignarhlutunum á milli sín í samræmi við framlagða fjárfestingu. Þegar Hagar voru skráðir á markað í desember var gengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Þeir sem keyptu á því gengi hafa því ávaxtað fé sitt um 34 prósent. Samþjöppun er þó að eiga sér stað í eigendahópi Haga en alls voru hluthafar félagsins tæplega 1.300 í byrjun október síðastliðins. Þeir voru yfir tvö þúsund í mars og hefur því fækkað um rúman þriðjung á sjö mánuðum. Í uppfærðu virðismati IFS Greiningar á hlutum í Högum sem birt var um helgina kemur fram að fyrirtækið telji virðismatsgengi Haga vera 23,1 krónu á hlut, eða töluvert hærra en gengi þess í kauphöll. IFS telur enn fremur að markgengi Haga eftir hálft ár verði á milli 23 og 24 krónur. IFS ráðleggur því fjárfestum að kaupa hluti í Högum. Tveir af lykilstjórnendum Haga, þeir Gunnar I. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, seldu fyrir helgi öll hlutabréf sín í félaginu fyrir samtals 48,6 milljónir króna. Þeir eignuðust hlutinn þegar Arion banki gaf þeim, og þremur öðrum stjórnendum, hann á fyrri hluta síðasta árs. Þeir seldu á genginu 19,85 krónur. Tilkynnt var um viðskiptin sama dag og Hagar birtu nýjasta hálfsársuppgjör sitt, þar sem fram kom að félagið hefði hagnast um 1,6 milljarða króna frá mars og út ágústmánuð. Hinir þrír stjórnendurnir sem fengu hlutabréf gefins, þeir Finnur Árnason forstjóri, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og Kjartan Már Friðriksson, framkvæmdastjóri Banana, eiga enn eins prósents hlut í Högum. Virði þess er í dag er um 247 milljónir króna.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira