Viðskipti innlent

500.000 í sekt vegna N1 lykils

SV skrifar
N1 hefur verið sektað um hálfa milljón króna vegna markaðssetningar á N1 lyklinum og fyrir að lúta ekki ákvörðun Neytendastofu.

Neytendastofa greinir frá því að Skeljungur hafi kvartað yfir hringingum N1 í neytendur til að bjóða þeim N1 lykil með þeim ávinningi að fá fimm krónu afslátt af eldsneytisverði í formi þriggja króna afsláttar og söfnun tveggja N1 punkta. Þarna mun um að ræða brot á eldri ákvörðun, en óheimilt er að jafna söfnun punkta við afslátt í krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×