Viðskipti innlent

Google-skattur í undirbúningi

GB skrifar
Francois Hollande
Francois Hollande
Francois Hollande Frakklandsforseti átti í gær fund með Eric Schmidt, framkvæmdastjóra tölvufyrirtækisins Google.

Frakkar hafa í hyggju að leggja skatt á leitarvélar, eins og þá sem Google er með á netinu, þannig að greiða þurfi skatt í hvert sinn sem efni úr frönskum fjölmiðlum kemur fram í leitarniðurstöðum.

Google-stjórnendur er ekki sáttir við þau áform og hóta að útiloka franskar vefsíður frá leitarniðurstöðum.

Þýsk stjórnvöld eru að velta fyrir sér að setja sams konar lög, og fjölmiðlar á Ítalíu hafa einnig lýst yfir stuðningi við slíkt fyrirkomulag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×