Wow air kaupir Iceland Express Þórður Snær Júlíusson skrifar 24. október 2012 06:00 Skúli Mogensen er aðaleigandi Wow air og hefur verið duglegur að ausa fé í rekstur félagsins. Hann reiknar með að skila hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Vísir/Valli Wow air keypti í gær Iceland Express fyrir ótilgreinda upphæð. Skúli Mogensen, aðaleigandi Wow air, lagði félaginu til aukið fé til að hægt væri að ganga frá kaupunum. Pálmi Haraldsson, sem hefur átt Iceland Express í átta ár, hverfur út úr íslenskum flugheimi. Rúma viku tók að ganga frá kaupunum. Hið sameiginlega félag verður rekið undir merkjum Wow air þó að það komi til greina að reka einhvern hluta starfseminnar undir nafni Iceland Express. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Rekstur Iceland Express hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Félagið tapaði 2,7 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins, en félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár. Pálmi Haraldsson sagði frá því í yfirlýsingu í apríl síðastliðnum að hann hefði lagt Iceland Express til um tvo milljarða króna frá haustinu 2011. Til viðbótar breytti hann síðan um hálfum milljarði króna af skuldum félagsins við hann sjálfan í nýtt hlutafé í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í gær segir að hann sé ekki í vafa um að leiðandi hlutverk Iceland Express í flugsamkeppni hafi skipt miklu máli. „Því miður hefur það líka tekið sinn toll. Félagið hefur tapað miklu fé síðustu misserin sem bætt hefur verið upp með nýju fjármagni frá eiganda þess. Fátt bendir til annars en að í núverandi samkeppnisumhverfi félagsins verði áframhaldandi tap af rekstri nema róttækar breytingar komi til. Af þeirri ástæðu ákvað ég að bjóða íslenska félaginu Wow air að yfirtaka ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express". Skúli segir kaupin ekki hafa átt sér langan aðdraganda, þótt ákveðið daður hafi átt sér stað í svolítinn tíma. „Raunverulegar viðræður hófust ekki fyrr en fyrir rúmri viku. Þetta vannst hratt í litlum og þröngum hópi svo kaupin gætu klárast án þess að upplýsingar um þau væru komin út um allar trissur." Skúli segir að hluta starfsfólks Iceland Express verði boðin störf hjá Wow air en óhjákvæmilegt sé að kaupunum fylgi uppsagnir. „Það verður farið í þá vinnu núna að skoða nákvæmlega hvernig þessu verður háttað." Skúli lagði Wow air til hálfan milljarð króna í nýtt hlutafé í ágúst síðastliðnum. Hann lýsti því auk þess yfir í samtali við Fréttablaðið að hann hygðist auka hlutaféð enn frekar til að standa undir frekari vexti félagsins. Aðspurður segir hann að kaupin á Iceland Express hafi kallað á að hann legði Wow air til enn meira fé. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið. „Það var greitt fyrir þessi kaup, en upphæðin er ekki gefin upp." Greiðslan mun renna til Pálma. Það verður síðan hans að gera upp við þá sem hafa þjónustað Iceland Express. Að sögn Skúla kemur vel til greina að fjölga í hluthafahópi Wow air þegar fram líða stundir, en það verði ekki í nánustu framtíð. „Wow air er enn í örum uppbyggingarfasa og tel ég ekki tímabært að fjölga þeim. Það mun þó örugglega koma til tals á einhverjum tímapunkti." Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Sjá meira
Wow air keypti í gær Iceland Express fyrir ótilgreinda upphæð. Skúli Mogensen, aðaleigandi Wow air, lagði félaginu til aukið fé til að hægt væri að ganga frá kaupunum. Pálmi Haraldsson, sem hefur átt Iceland Express í átta ár, hverfur út úr íslenskum flugheimi. Rúma viku tók að ganga frá kaupunum. Hið sameiginlega félag verður rekið undir merkjum Wow air þó að það komi til greina að reka einhvern hluta starfseminnar undir nafni Iceland Express. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Rekstur Iceland Express hefur ekki gengið vel á undanförnum árum. Félagið tapaði 2,7 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins, en félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár. Pálmi Haraldsson sagði frá því í yfirlýsingu í apríl síðastliðnum að hann hefði lagt Iceland Express til um tvo milljarða króna frá haustinu 2011. Til viðbótar breytti hann síðan um hálfum milljarði króna af skuldum félagsins við hann sjálfan í nýtt hlutafé í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í gær segir að hann sé ekki í vafa um að leiðandi hlutverk Iceland Express í flugsamkeppni hafi skipt miklu máli. „Því miður hefur það líka tekið sinn toll. Félagið hefur tapað miklu fé síðustu misserin sem bætt hefur verið upp með nýju fjármagni frá eiganda þess. Fátt bendir til annars en að í núverandi samkeppnisumhverfi félagsins verði áframhaldandi tap af rekstri nema róttækar breytingar komi til. Af þeirri ástæðu ákvað ég að bjóða íslenska félaginu Wow air að yfirtaka ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express". Skúli segir kaupin ekki hafa átt sér langan aðdraganda, þótt ákveðið daður hafi átt sér stað í svolítinn tíma. „Raunverulegar viðræður hófust ekki fyrr en fyrir rúmri viku. Þetta vannst hratt í litlum og þröngum hópi svo kaupin gætu klárast án þess að upplýsingar um þau væru komin út um allar trissur." Skúli segir að hluta starfsfólks Iceland Express verði boðin störf hjá Wow air en óhjákvæmilegt sé að kaupunum fylgi uppsagnir. „Það verður farið í þá vinnu núna að skoða nákvæmlega hvernig þessu verður háttað." Skúli lagði Wow air til hálfan milljarð króna í nýtt hlutafé í ágúst síðastliðnum. Hann lýsti því auk þess yfir í samtali við Fréttablaðið að hann hygðist auka hlutaféð enn frekar til að standa undir frekari vexti félagsins. Aðspurður segir hann að kaupin á Iceland Express hafi kallað á að hann legði Wow air til enn meira fé. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið. „Það var greitt fyrir þessi kaup, en upphæðin er ekki gefin upp." Greiðslan mun renna til Pálma. Það verður síðan hans að gera upp við þá sem hafa þjónustað Iceland Express. Að sögn Skúla kemur vel til greina að fjölga í hluthafahópi Wow air þegar fram líða stundir, en það verði ekki í nánustu framtíð. „Wow air er enn í örum uppbyggingarfasa og tel ég ekki tímabært að fjölga þeim. Það mun þó örugglega koma til tals á einhverjum tímapunkti."
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Sjá meira