Ísland gott dæmi um þrautseigju 30. júní 2012 04:45 Nancy Kete stýrir Rockefeller-stofnuninni, góðgerðarstofnun sem hefur það að markmiði að stuðla að velferð mannkyns alls.Fréttablaðið/ernir „Við gengum í eina sæng með PopTech í þetta skipti sérstaklega til að kynna hugmyndina um þrautseigju, sem hefur mikið gildi einmitt um þessar mundir og mun gera áfram á 21. öldinni," segir Nancy Kete, framkvæmdastjóri Rockefeller-stofnunarinnar í New York, sem er helsti bakhjarl PopTech-ráðstefnunnar sem lauk í Hörpu í gær. John D. Rockefeller setti Rockefeller-stofnunina á fót fyrir 99 árum til að vinna að góðgerðarmálum. „Við höfum haft sama markmið frá upphafi: að stuðla að velferð mannkyns," segir Kete. „Og um þessar mundir erum við einkum að reyna að auka velferð í heiminum með því að ýta undir þrautseigju og hagvöxt sem allir samfélagshópar njóta." Forsvarsmaður PopTech vinnur nú að bók um hugtakið þrautseigju (e. resilience) og því ákváðu Rockefeller-stofnunin og PopTech að vinna saman að ráðstefnum með þrautseigju sem meginþema. En hvers vegna varð Ísland fyrir valinu sem vettvangur þeirrar umræðu? „Fólk getur rætt um þrautseigju í mörgu ólíku samhengi sem hvert og eitt virðist kannski standa sér á báti en á þó þegar betur er að gáð mjög mikið sameiginlegt hvert með öðru. Undanfarin ár höfum við helst fjallað um þrautseigju í samhengi við efnahagsmál – hvort hagkerfi og fjármálastofnanir séu þrautseigar og eigi auðvelt eða erfitt með að mæta óvæntum áföllum. Ísland hefur verið í forgrunni þessarar umræðu og fólk hefur fylgst náið með því hvernig Ísland hefur hafið sig upp úr erfiðleikunum sem fylgdu bankahruninu. Það er ein ástæða," segir Kete. „Svo er Ísland líka einstætt vistkerfi. Hér er eldvirkni – og það er ekki líkingamál – og hér geta óvæntir atburðir gerst í náttúrunni sem breyta landslaginu til frambúðar, í bókstaflegri merkingu. Þess vegna er Ísland gott dæmi um land með þrautseigum íbúum sem eru vanir því að þurfa að laga sig að nýjum aðstæðum." Kete kom ekki að því að velja ræðumennina á ráðstefnuna en þeir höfðu mjög ólíkan bakgrunn, eins og hefur tíðkast á fyrri ráðstefnum PopTech. „Bakgrunnur þeirra er ólíkur en málflutningur þeirra á samt margt sameiginlegt. Langflestir tala um þrautseigju, og þá gildir einu um hvers konar kerfi er rætt – manneskju, samtök, fyrirtæki eða vistkerfi – alltaf snýst þetta um hvort kerfið er fært um að bregðast við álagi eða áfalli og halda samt helstu einkennum sínum og virkni." stigur@frettabladid.is Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
„Við gengum í eina sæng með PopTech í þetta skipti sérstaklega til að kynna hugmyndina um þrautseigju, sem hefur mikið gildi einmitt um þessar mundir og mun gera áfram á 21. öldinni," segir Nancy Kete, framkvæmdastjóri Rockefeller-stofnunarinnar í New York, sem er helsti bakhjarl PopTech-ráðstefnunnar sem lauk í Hörpu í gær. John D. Rockefeller setti Rockefeller-stofnunina á fót fyrir 99 árum til að vinna að góðgerðarmálum. „Við höfum haft sama markmið frá upphafi: að stuðla að velferð mannkyns," segir Kete. „Og um þessar mundir erum við einkum að reyna að auka velferð í heiminum með því að ýta undir þrautseigju og hagvöxt sem allir samfélagshópar njóta." Forsvarsmaður PopTech vinnur nú að bók um hugtakið þrautseigju (e. resilience) og því ákváðu Rockefeller-stofnunin og PopTech að vinna saman að ráðstefnum með þrautseigju sem meginþema. En hvers vegna varð Ísland fyrir valinu sem vettvangur þeirrar umræðu? „Fólk getur rætt um þrautseigju í mörgu ólíku samhengi sem hvert og eitt virðist kannski standa sér á báti en á þó þegar betur er að gáð mjög mikið sameiginlegt hvert með öðru. Undanfarin ár höfum við helst fjallað um þrautseigju í samhengi við efnahagsmál – hvort hagkerfi og fjármálastofnanir séu þrautseigar og eigi auðvelt eða erfitt með að mæta óvæntum áföllum. Ísland hefur verið í forgrunni þessarar umræðu og fólk hefur fylgst náið með því hvernig Ísland hefur hafið sig upp úr erfiðleikunum sem fylgdu bankahruninu. Það er ein ástæða," segir Kete. „Svo er Ísland líka einstætt vistkerfi. Hér er eldvirkni – og það er ekki líkingamál – og hér geta óvæntir atburðir gerst í náttúrunni sem breyta landslaginu til frambúðar, í bókstaflegri merkingu. Þess vegna er Ísland gott dæmi um land með þrautseigum íbúum sem eru vanir því að þurfa að laga sig að nýjum aðstæðum." Kete kom ekki að því að velja ræðumennina á ráðstefnuna en þeir höfðu mjög ólíkan bakgrunn, eins og hefur tíðkast á fyrri ráðstefnum PopTech. „Bakgrunnur þeirra er ólíkur en málflutningur þeirra á samt margt sameiginlegt. Langflestir tala um þrautseigju, og þá gildir einu um hvers konar kerfi er rætt – manneskju, samtök, fyrirtæki eða vistkerfi – alltaf snýst þetta um hvort kerfið er fært um að bregðast við álagi eða áfalli og halda samt helstu einkennum sínum og virkni." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira