Skipt um dómara í Exeter-máli Styrmis 5. október 2012 01:00 Hæstiréttur vísaði þætti Styrmis Þórs, til vinstri, aftur heim í hérað. Jón Þorsteinn Jónsson, til hægri, var hins vegar dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi eins og Ragnar Z. Guðjónsson. .Fréttablaðið/anton Dómararnir þrír sem upphaflega dæmdu í Exeter-máli sérstaks saksóknara hafa beðist undan því að taka að sér þann anga málsins sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað í sumar. Nýr dómari hefur verið skipaður, en það kallar á að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar á nýjan leik. Hæstiréttur sneri í júní sýknudómi yfir Ragnari Z. Guðjónssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi yfirmönnum Byrs sparisjóðs, og dæmdi þá báða í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þætti þriðja sakborningsins, Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, var hins vegar vísað aftur heim í hérað. Ástæða heimvísunarinnar var sú að meirihluti héraðsdómsins, dómsformaðurinn Arngrímur Ísberg og sérfræðingurinn Einar Ingimundarson, tóku enga efnislega afstöðu til þáttar Styrmis. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna tveggja en úr því að þeir voru ekki taldir hafa gerst sekir um nokkurt brot kom aldrei til þess að kannað væri hvort Styrmir hefði átt hlutdeild í því sem ekkert var, að mati dómaranna. Þegar þessar aðstæður koma upp væri alla jafna eðlilegast að sami dómur dæmdi málið aftur. Þá þyrfti bara málflutning sækjanda og verjenda en engar skýrslutökur eða vitnaleiðslur. Í þessu máli háttaði þó svo óvenjulega til að einn héraðsdómaranna, Ragnheiður Bragadóttir, skilaði sératkvæði, vildi sakfella Ragnar og Jón Þorstein en sýkna Styrmi. Einn dómaranna þriggja hafði því þegar tekið afstöðu til þáttar Styrmis. Niðurstaðan varð að dómurinn vék og Guðjón St. Marteinsson er nýr dómsformaður. Hann mun einnig ætla að hafa tvo meðdómara. Björn Þorvaldsson saksóknari segist ekki telja að dómaraskiptin muni hafa mjög mikil áhrif á lengd réttarhaldanna. "Maður hefði alltaf viljað taka nýja skýrslu af Styrmi og það verður að segjast eins og er að það eru ekki svo mörg vitni sem verða kölluð fyrir varðandi þennan anga. Það er búið að sakfella hina tvo og það þarf ekki að kalla fyrir vitni um það sem gerðist inni í Byr." Hann segir að aðalmeðferðin ætti ekki að þurfa að taka meira en einn dag, með málflutningi. Fyrirtaka í málinu er á mánudaginn. "Ég reikna með að það verði ákveðinn tími fyrir aðalmeðferð þá," segir Björn.- sh Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Dómararnir þrír sem upphaflega dæmdu í Exeter-máli sérstaks saksóknara hafa beðist undan því að taka að sér þann anga málsins sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað í sumar. Nýr dómari hefur verið skipaður, en það kallar á að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar á nýjan leik. Hæstiréttur sneri í júní sýknudómi yfir Ragnari Z. Guðjónssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi yfirmönnum Byrs sparisjóðs, og dæmdi þá báða í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þætti þriðja sakborningsins, Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, var hins vegar vísað aftur heim í hérað. Ástæða heimvísunarinnar var sú að meirihluti héraðsdómsins, dómsformaðurinn Arngrímur Ísberg og sérfræðingurinn Einar Ingimundarson, tóku enga efnislega afstöðu til þáttar Styrmis. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna tveggja en úr því að þeir voru ekki taldir hafa gerst sekir um nokkurt brot kom aldrei til þess að kannað væri hvort Styrmir hefði átt hlutdeild í því sem ekkert var, að mati dómaranna. Þegar þessar aðstæður koma upp væri alla jafna eðlilegast að sami dómur dæmdi málið aftur. Þá þyrfti bara málflutning sækjanda og verjenda en engar skýrslutökur eða vitnaleiðslur. Í þessu máli háttaði þó svo óvenjulega til að einn héraðsdómaranna, Ragnheiður Bragadóttir, skilaði sératkvæði, vildi sakfella Ragnar og Jón Þorstein en sýkna Styrmi. Einn dómaranna þriggja hafði því þegar tekið afstöðu til þáttar Styrmis. Niðurstaðan varð að dómurinn vék og Guðjón St. Marteinsson er nýr dómsformaður. Hann mun einnig ætla að hafa tvo meðdómara. Björn Þorvaldsson saksóknari segist ekki telja að dómaraskiptin muni hafa mjög mikil áhrif á lengd réttarhaldanna. "Maður hefði alltaf viljað taka nýja skýrslu af Styrmi og það verður að segjast eins og er að það eru ekki svo mörg vitni sem verða kölluð fyrir varðandi þennan anga. Það er búið að sakfella hina tvo og það þarf ekki að kalla fyrir vitni um það sem gerðist inni í Byr." Hann segir að aðalmeðferðin ætti ekki að þurfa að taka meira en einn dag, með málflutningi. Fyrirtaka í málinu er á mánudaginn. "Ég reikna með að það verði ákveðinn tími fyrir aðalmeðferð þá," segir Björn.- sh
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira