Viðskipti innlent

Bara Krónan hefur lækkað

Verð vörukörfu ASÍ hefur hækkað í öllum mældum verslunum nema Krónunni síðan í mars. Vörukarfan hækkaði mest í Samkaup-Strax eða um 4,4 prósent.

Karfan hækkaði í öllum verslunum um 1,4 til 4,4 prósent. Krónan var eina verslunin þar sem vörukarfan lækkaði í verði, um 0,1 prósent.

Meðal lágvöruverðsverslana hækkaði verð körfunnar mest í Bónus eða um 3,2 prósent. Verðið í Nettó hækkaði um 2,2 prósent.

- bþh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×