Keppt í ávöxtun á markaði 29. september 2012 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, og Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, undirrita samning um Ávöxtunarleikinn. Vísir/valli „Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum," segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn. Þátttakendur keppa í ávöxtun gervipeninga, svokallaðra Keldukróna, en leikurinn verður aðgengilegur á Vísi.is þar sem fram fer skráning í leikinn. Keldan er eigandi og rekstraraðili leiksins en hann er samstarfsverkefni Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Kauphallarinnar og Libra. Leikurinn verður meðal annars nýttur í námskeiðahaldi á vegum VÍB, og verður kynning á leiknum á fundi á vegum VÍB klukkan 17:00 á þriðjudaginn. Þátttakendur fá 10 milljónir Keldukróna við upphaf leiksins og reyna síðan að ávaxta féð sem best með þeim fjárfestingamöguleikum sem eru fyrir hendi. Þannig geta þátttakendur fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum rekstrarfélaga og gjaldeyri, og reynt að ávaxta krónur sínar sem best, en ávöxtun eigna er bundin við raunbreytingar á markaði. „Keldan vill stuðla að vel ígrunduðum ákvörðunum í íslensku viðskiptalífi, með góðri yfirsýn yfir allt sem skiptir máli í efnahagslífinu. Leikurinn er liður í því starfi og er virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 200.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið. Hægt verður að keppa í einstaklings- og liðakeppni, og verður leikurinn vel tengdur við samfélagsmiðilinn Facebook.„Við í Kauphöllinni erum afskaplega ánægð með Ávöxtunarleikinn. Hann rímar vel við átakið okkar „Mótum framtíðina“ en þar leggjum við mikla áherslu á fræðslu um markaðinn og virkni hans, ekki síst á meðal ungs fólks. Þarna fá þátttakendur gott tækifæri til að prófa sig áfram í viðskiptum með verðbréf ásamt því að fræðast um réttindi og skyldur sínar sem fjárfestar. Við vonumst til að geta kynnt fyrir þátttakendum hvernig markaðurinn geti nýst sem hluti af áformum um ávöxtun á sparifé til framtíðar,“ segir Páll Harðarson. Facebook síða leiksins er aðgengileg hér. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
„Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum," segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn. Þátttakendur keppa í ávöxtun gervipeninga, svokallaðra Keldukróna, en leikurinn verður aðgengilegur á Vísi.is þar sem fram fer skráning í leikinn. Keldan er eigandi og rekstraraðili leiksins en hann er samstarfsverkefni Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Kauphallarinnar og Libra. Leikurinn verður meðal annars nýttur í námskeiðahaldi á vegum VÍB, og verður kynning á leiknum á fundi á vegum VÍB klukkan 17:00 á þriðjudaginn. Þátttakendur fá 10 milljónir Keldukróna við upphaf leiksins og reyna síðan að ávaxta féð sem best með þeim fjárfestingamöguleikum sem eru fyrir hendi. Þannig geta þátttakendur fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum rekstrarfélaga og gjaldeyri, og reynt að ávaxta krónur sínar sem best, en ávöxtun eigna er bundin við raunbreytingar á markaði. „Keldan vill stuðla að vel ígrunduðum ákvörðunum í íslensku viðskiptalífi, með góðri yfirsýn yfir allt sem skiptir máli í efnahagslífinu. Leikurinn er liður í því starfi og er virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 200.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið. Hægt verður að keppa í einstaklings- og liðakeppni, og verður leikurinn vel tengdur við samfélagsmiðilinn Facebook.„Við í Kauphöllinni erum afskaplega ánægð með Ávöxtunarleikinn. Hann rímar vel við átakið okkar „Mótum framtíðina“ en þar leggjum við mikla áherslu á fræðslu um markaðinn og virkni hans, ekki síst á meðal ungs fólks. Þarna fá þátttakendur gott tækifæri til að prófa sig áfram í viðskiptum með verðbréf ásamt því að fræðast um réttindi og skyldur sínar sem fjárfestar. Við vonumst til að geta kynnt fyrir þátttakendum hvernig markaðurinn geti nýst sem hluti af áformum um ávöxtun á sparifé til framtíðar,“ segir Páll Harðarson. Facebook síða leiksins er aðgengileg hér.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur