Eldsneytisskattar hálfum milljarði undir áætlunum 25. september 2012 09:00 Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj Fréttir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj
Fréttir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira