Wow air tvöfaldar sætaframboð 2013 13. september 2012 09:15 Skúli Mogensen ætlar sjálfur að fjármagna aukin umsvif Wow air. Hann lagði félaginu til hálfan milljarð króna í ágúst síðastliðnum auk þess sem hann lagði fram upphafskostnað þegar það var sett á fót.fréttablaðið/anton Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur