Húsasmiðjan á að skila arði 2013 13. september 2012 11:00 Sigurður Arnar Sigurðsson forstjóri Húsasmiðjunnar. fréttablaðið/anton Inni í rekstrartölum Húsasmiðjunnar fyrir árið 2011 eru verulegar fjárhæðir sem tilheyra endurskipulagningu félagsins í aðdraganda söluferlis á því, að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar. Hann segir uppgjörið því gefa ranga mynd af rekstri félagsins. Greint var frá því í gær í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, að Húsasmiðjan hefði tapað 1,6 milljarði króna í fyrra. Rekstur hennar var seldur til Bygma A/S í byrjun árs 2012 og rekstrareignir og skuldir upp á 2,5 milljarða króna færðar í nýtt félag. Uppgjörið sem greint var frá í gær var því „gömlu“ Húsasmiðjunnar, sem í dag heitir Holtavegur 10 ehf. Sigurður Arnar segir að óvænt krafa frá skattstjóra upp á tæplega 700 milljónir króna og einskiptiskostnaður vegna niðurfærslu á birgðum, kröfum og uppgjöri á leigusamningum samtals upp á tæplega 400 milljónir króna hafi skipt verulegu máli í uppgjöri félagsins í fyrra. „Til viðbótar var umtalsverður kostnaður vegna söluferlis allur gjaldfærður í rekstrarreikningi síðasta árs og er niðurstaða hans því ekki lýsandi fyrir raunverulegan rekstrarárangur ársins 2011.“ Hann segir rétt að minna á að í lok árs 2009 hafi rekstrarhorfur Húsasmiðjunnar í óbreyttri mynd verið mjög slæmar. Þá hafi verið hafist handa við endurskipulagningu félagsins sem lauk að mestu í árslok 2011 þegar Bygma keypti Húsasmiðjuna fyrir 3,3 milljarða króna. „Í áætlunum er gert ráð fyrir að rekstur Húsasmiðjunnar skili nýjum eigendum hagnaði á árinu 2013. Rekstur Húsasmiðjunnar er því kominn á rétta braut með nýjum áherslum og sterkum bakhjarli með eignarhaldi BYGMA A/S.“ -þsj Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Inni í rekstrartölum Húsasmiðjunnar fyrir árið 2011 eru verulegar fjárhæðir sem tilheyra endurskipulagningu félagsins í aðdraganda söluferlis á því, að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar. Hann segir uppgjörið því gefa ranga mynd af rekstri félagsins. Greint var frá því í gær í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, að Húsasmiðjan hefði tapað 1,6 milljarði króna í fyrra. Rekstur hennar var seldur til Bygma A/S í byrjun árs 2012 og rekstrareignir og skuldir upp á 2,5 milljarða króna færðar í nýtt félag. Uppgjörið sem greint var frá í gær var því „gömlu“ Húsasmiðjunnar, sem í dag heitir Holtavegur 10 ehf. Sigurður Arnar segir að óvænt krafa frá skattstjóra upp á tæplega 700 milljónir króna og einskiptiskostnaður vegna niðurfærslu á birgðum, kröfum og uppgjöri á leigusamningum samtals upp á tæplega 400 milljónir króna hafi skipt verulegu máli í uppgjöri félagsins í fyrra. „Til viðbótar var umtalsverður kostnaður vegna söluferlis allur gjaldfærður í rekstrarreikningi síðasta árs og er niðurstaða hans því ekki lýsandi fyrir raunverulegan rekstrarárangur ársins 2011.“ Hann segir rétt að minna á að í lok árs 2009 hafi rekstrarhorfur Húsasmiðjunnar í óbreyttri mynd verið mjög slæmar. Þá hafi verið hafist handa við endurskipulagningu félagsins sem lauk að mestu í árslok 2011 þegar Bygma keypti Húsasmiðjuna fyrir 3,3 milljarða króna. „Í áætlunum er gert ráð fyrir að rekstur Húsasmiðjunnar skili nýjum eigendum hagnaði á árinu 2013. Rekstur Húsasmiðjunnar er því kominn á rétta braut með nýjum áherslum og sterkum bakhjarli með eignarhaldi BYGMA A/S.“ -þsj
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira