Viðskipti innlent

Stóra Orkuveituskýrslan kynnt 10. október

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Niðurstöður úr úttekt á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar á eigendafundi þann 10. október næstkomandi klukkan þrjú. Í framhaldi af því verður skýrslan kynnt fyrir borgar- og bæjarfulltrúum ásamt stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem úttektarnefndin gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og skýrslan verður afhent Sama dag og kynningarfundurinn verður haldinn verður boðað til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gefst kostur á að spyrja nefndarmenn og fulltrúa af eigendafundi út í niðurstöðurnar, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá Jóni Gnarr borgarstjóra.

Vísir greindi frá því í gær að mikils titrings gætti í borgarkerfinu vegna útkomu umræddrar skýrslu. Þeir sem hafa unnið að skýrslunni eru Margrét Pétursdóttir endurskoðandi, Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, og Ómar Kristmundsson prófessor í stjórnmálafræði. Starfsmaður nefndarinnar er Gestur Páll Reynisson stjórnsýslufræðingur en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, hefur lesið valda kafla í skýrslunni yfir.

Nefndin hefur nú skilað niðurstöðum sínum til Jóns Gnarr borgarstjóra sem er ábyrgðarmaður skýrslunnar.


Tengdar fréttir

Titringur hjá Reykjavíkurborg vegna skýrslu um OR

Úttektarnefnd sem skipuð var til þess að þess að rannsaka starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur hefur lokið vinnu sinni, og verður skýrsla nefndarinnar formlega kynnt öllum eigendum fyrirtækisins á næstu dögum. Titringur er innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar vegna útkomu skýrslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×