Það verður með öllum ráðum að reyna að lækka vexti og koma þannig betri stoðum undir efnahagslíf landsins, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann óttast að Seðlabankinn muni hækka vexti á næstunni, og að það muni hafa slæm áhrif fyrir hagkerfið.
Seðlabanki Íslands ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 5,75 prósentum, en flestar spár höfðu gert ráð fyrir hækkun vaxta upp í sex prósent. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar Seðlabankans segir þó að miðað við óbreyttar forsendur verðbólgu og framvindu efnahagsmála, megi búast við því vextir þurfi að hækka.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óttast að frekari hækkun vaxta muni valda óþarfa erfiðleikum hér á landi. Mikilvægt sé að ná niður vöxtum.
„Ég hef enga trú á því að það muni færa okkar efnahagskerfi að einhverjum stöðugleika, að gera það á grundvelli vaxtahækkana. Ég hef enga trú á því, og tel að sú stefna hafi komið þessari þjóð í ógöngur á árunum 2004 til 2008."
Gylfi segir enn fremur að það þurfi að leggjast yfir stöðu gengismála, og jafnvel taka upp fastgengisstefnu, í samvinnu við Nágrannaþjóðir og Evrópusambandið.
„Gengið er örlagavaldur verðbólgu, og ég hefði viljað sjá frekar fastgengisstefnu til þess að ná tökum á genginu. Á þeim grundvelli yrði hægt að lækka vexti, komið hagkerfinu betur af stað og þannig yrði líka meira jafnvægi á milli einstakra greina atvinnulífisins."
Gylfi: Óttast alvarlegar afleiðingar hárra vaxta
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent


Í vinnutengdri ástarsorg
Atvinnulíf

Fleiri fréttir
