Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2012 20:00 Saltfiskur. Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira