Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2012 20:00 Saltfiskur. Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira