Viðskipti innlent

Lyfjaverksmiðja gæti risið á Ásbrú

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru uppi hugmyndir um að byggja upp lyfjaverksmiðju fyrirtækisins Alvogen á Ásbrú í gamla sjúkrahúsinu. Þar stóð lengi til að byggja upp einkasjúkrahús.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru uppi hugmyndir um að byggja upp lyfjaverksmiðju fyrirtækisins Alvogen á Ásbrú í gamla sjúkrahúsinu. Þar stóð lengi til að byggja upp einkasjúkrahús. Fréttablaðið/Stefán
Til greina kemur að byggja upp lyfjaverksmiðju lyfjafyrirtækisins Alvogen í gamla sjúkrahúsi varnarliðsins á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, nú Ásbrú. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins, en áformin fengust ekki staðfest hjá Alvogen.

Lengi stóð til að byggja upp einkasjúkrahús Iceland Health-care í byggingunni, þar sem bjóða átti upp á liðskipta- og offituaðgerðir. Þrátt fyrir að talsvert hafi verið unnið í endurbótum á húsinu hefur ekkert enn orðið af fyrirætlunum fyrirtækisins, sem leigði húsið af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Róbert Wessmann er í forsvari fyrir bæði Iceland Healthcare og Alvogen.

Alvogen hefur haft uppi hugmyndir um að byggja verksmiðju hér á landi um nokkurt skeið. Í frétt Fréttablaðsins frá byrjun árs 2010 var til dæmis haft eftir Róberti að líklegt þætti að henni yrði fundinn staður á Suðurnesjum, en þá voru reyndar áformin um einkasjúkrahúsið enn í vinnslu.

Alvogen er alþjóðlegt fyrirtæki sem er með yfir 100 ára rekstrarsögu og sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×