Fréttaskýring: Vilja setja aflareglur fyrir helstu tegundir 30. júní 2012 05:30 Aflaregla í sinni einföldustu mynd tengir saman mat á stofnstærð og leyfilegan heildarafla. 20% aflaregla í þorski tók gildi árið 2009.fréttablaðið/jse Hver er framtíð nýtingar á helstu nytjastofnum sjávar? Að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur Hafrannsóknastofnunin unnið að mótun nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu og liggja nú fyrir tillögur sem kynntar hafa verið fyrir ráðuneyti og hagsmunaaðilum. Á alþjóðavettvangi er gert ráð fyrir því að fyrir hendi séu nýtingaráætlanir fyrir alla helstu fiskistofna. Þorskaflareglan, langtímanýtingarregla fyrir þorsk við strendur Íslands, er dæmi um slíka nýtingaráætlun og framkvæmd hennar. Þessi aflaregla í þorski hefur reynst afar vel. Um það er ekki deilt. Nú eru að koma inn í viðmiðunarstofninn þrír meðalsterkir árgangar sem gætu skilað allt að 250 þúsund tonna þorskveiði svo snemma sem árið 2016. 20% aflareglan tók gildi árið 2009, en þeirri aðgerð er helst þakkaður góður árangur uppbyggingarstarfsins. Aflaregla í þorski kom hins vegar til 1995 og hefur verið breytt í fjórgang í grundvallaratriðum. Stjórnvöld hafa hins vegar verið sein til að koma á fót aflareglum fyrir aðra mikilvæga nytjastofna okkar Íslendinga. Nú hafa stjórnvöld tekið við sér og haft frumkvæði að því að taka upp viðræður við atvinnugreinina um að koma á langtímanýtingarstefnu fyrir fleiri fiskistofna. Þar fer fremst ýsan ásamt ufsa og karfa en verið er að vinna að því að koma á aflareglum fyrir fleiri tegundir. Það eru stjórnvöld sem eiga að hafa forystu um þetta atriði, enda er það á ábyrgð stjórnvalda að nýtingarstigið sé hæfilegt og skynsamlegt og að nýtingin sé sjálfbær. Það er hins vegar Hafrannsóknastofnunin sem leggur fram tæknilega aðstoð. Nú liggur á borðinu tillaga um aflareglu fyrir ýsuna, þar sem gert er ráð fyrir því að 40% af 45 sentímetra ýsu og stærri séu veidd. Aflaregla er því stærðarháð, ólíkt því sem er í þorski. Það kemur til af því að sveiflur í árgangastærð í ýsu er miklum mun meiri en í þorski. „Þetta er regla sem er talin standast allar ýtrustu kröfur um sjálfbærni og varúðarsjónarmið. Eins að hún gefi hámarksafrakstur til langs tíma litið,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, þegar skýrsla um stöðu nytjastofna okkar og aflahorfur var kynnt fyrir skömmu. Í máli Jóhanns kom fram að stofnunin myndi vinna í samræmi við þessa tillögu þangað til hún, eða önnur aflaregla, yrði samþykkt. Framreikningar sýna að ýsustofninn mun halda áfram að minnka á komandi árum og líkur á að hann verði nálægt sögulegu lágmarki árin 2014-2015. Komið hafa fram efasemdir um mat fiskifræðinga á ástandi og horfum í stofninum, og farið hefur verið fram á að stofnunin fari aftur yfir ráðgjöf sína í ýsu enda sé ráðlagður aflasamdráttur ekki í samræmi við núverandi ástand. Á síðustu tveimur árum hefur farið fram greining á hugsanlegum aflareglum fyrir stjórn ufsaveiða. Til að ná hámarksafrakstri úr ufsastofninum til lengri tíma litið er mælt með sams konar aflareglu og notuð er við stjórn þorskveiða.svavar@frettabladid.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hver er framtíð nýtingar á helstu nytjastofnum sjávar? Að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur Hafrannsóknastofnunin unnið að mótun nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu og liggja nú fyrir tillögur sem kynntar hafa verið fyrir ráðuneyti og hagsmunaaðilum. Á alþjóðavettvangi er gert ráð fyrir því að fyrir hendi séu nýtingaráætlanir fyrir alla helstu fiskistofna. Þorskaflareglan, langtímanýtingarregla fyrir þorsk við strendur Íslands, er dæmi um slíka nýtingaráætlun og framkvæmd hennar. Þessi aflaregla í þorski hefur reynst afar vel. Um það er ekki deilt. Nú eru að koma inn í viðmiðunarstofninn þrír meðalsterkir árgangar sem gætu skilað allt að 250 þúsund tonna þorskveiði svo snemma sem árið 2016. 20% aflareglan tók gildi árið 2009, en þeirri aðgerð er helst þakkaður góður árangur uppbyggingarstarfsins. Aflaregla í þorski kom hins vegar til 1995 og hefur verið breytt í fjórgang í grundvallaratriðum. Stjórnvöld hafa hins vegar verið sein til að koma á fót aflareglum fyrir aðra mikilvæga nytjastofna okkar Íslendinga. Nú hafa stjórnvöld tekið við sér og haft frumkvæði að því að taka upp viðræður við atvinnugreinina um að koma á langtímanýtingarstefnu fyrir fleiri fiskistofna. Þar fer fremst ýsan ásamt ufsa og karfa en verið er að vinna að því að koma á aflareglum fyrir fleiri tegundir. Það eru stjórnvöld sem eiga að hafa forystu um þetta atriði, enda er það á ábyrgð stjórnvalda að nýtingarstigið sé hæfilegt og skynsamlegt og að nýtingin sé sjálfbær. Það er hins vegar Hafrannsóknastofnunin sem leggur fram tæknilega aðstoð. Nú liggur á borðinu tillaga um aflareglu fyrir ýsuna, þar sem gert er ráð fyrir því að 40% af 45 sentímetra ýsu og stærri séu veidd. Aflaregla er því stærðarháð, ólíkt því sem er í þorski. Það kemur til af því að sveiflur í árgangastærð í ýsu er miklum mun meiri en í þorski. „Þetta er regla sem er talin standast allar ýtrustu kröfur um sjálfbærni og varúðarsjónarmið. Eins að hún gefi hámarksafrakstur til langs tíma litið,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, þegar skýrsla um stöðu nytjastofna okkar og aflahorfur var kynnt fyrir skömmu. Í máli Jóhanns kom fram að stofnunin myndi vinna í samræmi við þessa tillögu þangað til hún, eða önnur aflaregla, yrði samþykkt. Framreikningar sýna að ýsustofninn mun halda áfram að minnka á komandi árum og líkur á að hann verði nálægt sögulegu lágmarki árin 2014-2015. Komið hafa fram efasemdir um mat fiskifræðinga á ástandi og horfum í stofninum, og farið hefur verið fram á að stofnunin fari aftur yfir ráðgjöf sína í ýsu enda sé ráðlagður aflasamdráttur ekki í samræmi við núverandi ástand. Á síðustu tveimur árum hefur farið fram greining á hugsanlegum aflareglum fyrir stjórn ufsaveiða. Til að ná hámarksafrakstri úr ufsastofninum til lengri tíma litið er mælt með sams konar aflareglu og notuð er við stjórn þorskveiða.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira