Folf er allt öðruvísi en golf 8. júní 2012 10:00 Haukur Arnar segir mikla sprengingu hafa orðið innan íþróttarinnar þegar folfvöllurinn á Klambratúni opnaði síðasta sumar. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira