LSR selur í Bakkavör vegna óánægju 6. júní 2012 08:45 Haukur Hafsteinsson segir LSR ekki hafa verið sáttan við það samkomulag um hlutafjáraukningu í Bakkavör sem samþykkt var á hluthafafundi 23. maí síðastliðinn. Fleiri hluthafar, þar á meðal Landsbankinn, voru á móti samkomulaginu.fréttablaðið/arnþór Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur selt allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group. Barst LSR tilboð í eignarhlutinn eftir að hugmyndir um hlutafjáraukningu Bakkavarar voru kynntar en LSR lagðist gegn samþykkt á hluthafasamkomulagi sem byggði á hugmyndunum og var samþykkt á hluthafafundi 23. maí. LSR hafði þó þegar selt hlutinn þegar fundurinn fór fram. „Við fengum tilboð í gegnum ótengdan aðila en samkvæmt efni þess samnings sem gerður var um söluna í kjölfarið ríkir trúnaður um efni hans fyrst um sinn. Ég get þó staðfest að við höfum selt allan okkar eignarhlut og eigum því ekkert lengur í Bakkavör,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Haukur segir að LSR hafi ekki verið sáttur við þær hugmyndir sem kynntar voru á hluthafafundi Bakkavarar Group um hlutafjáraukningu félagsins. „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að forsendur þess nauðasamnings sem kröfuhafar gerðu við félagið á sínum tíma hafa ekki gengið eftir. Reksturinn hefur einfaldlega verið erfiðari en miðað var við í forsendum samningsins. Það kallaði því á breytingar sem hafa verið kynntar, meðal annars um aukið hlutafé,“ segir Haukur og heldur áfram: „Við settum okkur hins vegar upp á móti þeim hugmyndum og þegar tilboðið barst ákváðum við því fremur að taka því en að vinna eftir samkomulaginu.“ Í samkomulaginu fólst að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group myndu eignast félagið að mestu. Á sama tíma myndi falla úr gildi hluthafasamkomulag sem tryggði þeim Ágústi og Lýði Guðmundssyni meirihluta í stjórn félagsins og þá skyldu bræðurnir skila eignarhlut í Bakkavör Group til Klakka, áður Exista, sem færður var út úr félaginu árið 2009. Á móti var samþykkt að bræðurnir gætu keypt allt að 25 prósenta hlut í félaginu og myndi hlutur annarra hluthafa þynnast út. Fyrir hlutinn myndu þeir greiða um fjóra milljarða króna sem er talsvert undir markaðsvirði félagsins en hlutafé þess er talið 20 til 40 milljarða króna virði. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að hópur hluthafa í Bakkavör Group var á móti þeim hugmyndum sem kynntar voru á hluthafafundi félagsins 23. maí síðastliðinn um skilyrta hlutafjáraukningu. Einn af þeim aðilum sem settu sig upp á móti samkomulaginu var Landsbankinn sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um samkomulagið. Var meðal annars haft eftir Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, í Fréttablaðinu síðasta föstudag að bankinn hefði verið mjög óánægður með það verð sem bræðrunum bauðst í hlutafjáraukningunni og marglýst yfir andstöðu við samkomulagið. Vinna við gerð samkomulagsins var leidd af Arion banka sem var stærsti einstaki kröfuhafi Bakkavarar Group. Aðrir stórir kröfuhafar voru skilanefnd Glitnis, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur selt allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group. Barst LSR tilboð í eignarhlutinn eftir að hugmyndir um hlutafjáraukningu Bakkavarar voru kynntar en LSR lagðist gegn samþykkt á hluthafasamkomulagi sem byggði á hugmyndunum og var samþykkt á hluthafafundi 23. maí. LSR hafði þó þegar selt hlutinn þegar fundurinn fór fram. „Við fengum tilboð í gegnum ótengdan aðila en samkvæmt efni þess samnings sem gerður var um söluna í kjölfarið ríkir trúnaður um efni hans fyrst um sinn. Ég get þó staðfest að við höfum selt allan okkar eignarhlut og eigum því ekkert lengur í Bakkavör,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Haukur segir að LSR hafi ekki verið sáttur við þær hugmyndir sem kynntar voru á hluthafafundi Bakkavarar Group um hlutafjáraukningu félagsins. „Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að forsendur þess nauðasamnings sem kröfuhafar gerðu við félagið á sínum tíma hafa ekki gengið eftir. Reksturinn hefur einfaldlega verið erfiðari en miðað var við í forsendum samningsins. Það kallaði því á breytingar sem hafa verið kynntar, meðal annars um aukið hlutafé,“ segir Haukur og heldur áfram: „Við settum okkur hins vegar upp á móti þeim hugmyndum og þegar tilboðið barst ákváðum við því fremur að taka því en að vinna eftir samkomulaginu.“ Í samkomulaginu fólst að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group myndu eignast félagið að mestu. Á sama tíma myndi falla úr gildi hluthafasamkomulag sem tryggði þeim Ágústi og Lýði Guðmundssyni meirihluta í stjórn félagsins og þá skyldu bræðurnir skila eignarhlut í Bakkavör Group til Klakka, áður Exista, sem færður var út úr félaginu árið 2009. Á móti var samþykkt að bræðurnir gætu keypt allt að 25 prósenta hlut í félaginu og myndi hlutur annarra hluthafa þynnast út. Fyrir hlutinn myndu þeir greiða um fjóra milljarða króna sem er talsvert undir markaðsvirði félagsins en hlutafé þess er talið 20 til 40 milljarða króna virði. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að hópur hluthafa í Bakkavör Group var á móti þeim hugmyndum sem kynntar voru á hluthafafundi félagsins 23. maí síðastliðinn um skilyrta hlutafjáraukningu. Einn af þeim aðilum sem settu sig upp á móti samkomulaginu var Landsbankinn sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um samkomulagið. Var meðal annars haft eftir Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, í Fréttablaðinu síðasta föstudag að bankinn hefði verið mjög óánægður með það verð sem bræðrunum bauðst í hlutafjáraukningunni og marglýst yfir andstöðu við samkomulagið. Vinna við gerð samkomulagsins var leidd af Arion banka sem var stærsti einstaki kröfuhafi Bakkavarar Group. Aðrir stórir kröfuhafar voru skilanefnd Glitnis, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira