Bónusar eins og fyrir hrun ekki á dagskrá 14. maí 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon Það kemur ekki til greina að hleypa kaupaukakerfinu í bönkunum af stað aftur í þeirri mynd sem það var fyrir hrun segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir áform um kaupaukakerfi í Landsbankanum til komin vegna óska kröfuhafa. Eins og fram kom í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku munu starfsmenn Landsbankans eignast allt að tveggja prósenta hlut í bankanum þegar lokauppgjör fer fram milli bankans og þrotabús gamla Landsbankans í lok þessa árs. Með þessu er ætlunin að byggja upp kaupaukakerfi, en hluturinn er um fjögurra milljarða króna virði. „Það kemur ekki til greina að hleypa þessu kaupaukakerfi af stað í þeim anda sem það var, enda stendur það ekki til," segir Steingrímur. Hann segir búið að taka fyrir að stjórnendum bankanna verði greiddir risabónusar tengdir skammtímagróða, svo sú hætta verði aftur til staðar að stjórnendurnir reyni að skrúfa afkomuna upp milli ársfjórðunga vegna bónusa. Hann segir að um það hafi samist við kröfuhafa gamla Landsbankans að starfsmenn nýja bankans fengju að njóta þess með kaupaukum ef vel gengi. „Þeir voru raunar með miklu meiri kröfur í þeim efnum sem við féllumst ekki á. Að endingu náðist saman á þessum nótum, að allir starfsmenn bankans gætu fengið vissa hlutdeild í því þegar til uppgjörsins kemur milli nýja og gamla bankans," segir Steingrímur. Steingrímur vísar til þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi sett reglur um kaupauka þar sem þeim eru settar verulegar skorður, og bankarnir verði að sjálfsögðu að fara eftir þeim reglum. „Ég er persónulega ekki mikill aðdáandi kaupauka eða bónusa yfir höfuð og deili ekki þeirri hugmyndafræði að þeir þurfi að vera," segir Steingrímur. „Að því marki sem það er þarf að setja um það mjög stífar reglur og koma í veg fyrir að vitleysan frá því fyrir hrunið geti tekið sig upp á nýjan leik. Það verður séð til þess," segir Steingrímur. Í eigendastefnu ríkisins er kveðið á um hófsemi í launamálum hjá bönkunum, og bankanum ber að starfa í þeim anda, segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Það kemur ekki til greina að hleypa kaupaukakerfinu í bönkunum af stað aftur í þeirri mynd sem það var fyrir hrun segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir áform um kaupaukakerfi í Landsbankanum til komin vegna óska kröfuhafa. Eins og fram kom í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku munu starfsmenn Landsbankans eignast allt að tveggja prósenta hlut í bankanum þegar lokauppgjör fer fram milli bankans og þrotabús gamla Landsbankans í lok þessa árs. Með þessu er ætlunin að byggja upp kaupaukakerfi, en hluturinn er um fjögurra milljarða króna virði. „Það kemur ekki til greina að hleypa þessu kaupaukakerfi af stað í þeim anda sem það var, enda stendur það ekki til," segir Steingrímur. Hann segir búið að taka fyrir að stjórnendum bankanna verði greiddir risabónusar tengdir skammtímagróða, svo sú hætta verði aftur til staðar að stjórnendurnir reyni að skrúfa afkomuna upp milli ársfjórðunga vegna bónusa. Hann segir að um það hafi samist við kröfuhafa gamla Landsbankans að starfsmenn nýja bankans fengju að njóta þess með kaupaukum ef vel gengi. „Þeir voru raunar með miklu meiri kröfur í þeim efnum sem við féllumst ekki á. Að endingu náðist saman á þessum nótum, að allir starfsmenn bankans gætu fengið vissa hlutdeild í því þegar til uppgjörsins kemur milli nýja og gamla bankans," segir Steingrímur. Steingrímur vísar til þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi sett reglur um kaupauka þar sem þeim eru settar verulegar skorður, og bankarnir verði að sjálfsögðu að fara eftir þeim reglum. „Ég er persónulega ekki mikill aðdáandi kaupauka eða bónusa yfir höfuð og deili ekki þeirri hugmyndafræði að þeir þurfi að vera," segir Steingrímur. „Að því marki sem það er þarf að setja um það mjög stífar reglur og koma í veg fyrir að vitleysan frá því fyrir hrunið geti tekið sig upp á nýjan leik. Það verður séð til þess," segir Steingrímur. Í eigendastefnu ríkisins er kveðið á um hófsemi í launamálum hjá bönkunum, og bankanum ber að starfa í þeim anda, segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira