Þrotabú Kaupþings og Klakki gefa eftir 250 milljarða hvor 28. apríl 2012 08:30 Stærstur Hlutur Arion banka, sem er í 87 prósent eigu þrotabús Kaupþings og 13 prósent eigu íslenska ríkisins, mun þynnast út vegna samkomulagsins. Bankinn verður samt sem áður stærsti einstaki eigandi Klakka. fréttablaðið/pjetur Þrotabú Kaupþings og félög í þess eigu eiga 56 prósent af Klakka, sem áður hét Exista, eftir að samkomulag náðist í ágreiningsmálum milli aðilanna í síðustu viku. Þar af verður um 20 prósenta hlutur í beinni eigu þrotabúsins en afgangurinn er að mestu í eigu Arion banka, sem er að mestu í eigu þrotabús Kaupþings. Þetta kemur fram í skjali sem kynnt hefur verið fyrir kröfuhöfum Kaupþings, og Fréttablaðið hefur undir höndum. Samkomulagið, sem náðist í síðustu viku, felur auk þess í sér að Klakki/Exista gefur alls eftir 254 milljarða króna kröfur í þrotabú Kaupþings. Þar á meðal eru 13,5 milljarða króna forgangskrafa, 209,2 milljarða króna óveðtryggð krafa og 31,3 milljarða króna krafa sem lögð hafði verið fram í riftunar- og skaðabótamálum. Kröfurnar voru að mestu tilkomnar vegna afleiðusamninga sem Klakki/Exista gerði við Kaupþing fyrir bankahrun. Um er að ræða stærstu einstöku kröfuna í bú Kaupþings sem enn var í ágreiningi. Klakki/Exista var stærsti einstaki eigandi Kaupþings þegar bankinn féll. Félagið var líka annar stærsti skuldari bankans. Á móti mun Kaupþing, sem átti 50 milljarða króna samþykkta kröfu á Klakka/Existu, losa um 15 milljarða króna innstæðu sem búið hafði haldið hjá sér á meðan deilur stóðu yfir á milli aðilanna tveggja. Heimildir Fréttablaðsins herma að Kaupþing muni auk þess falla frá kröfum á Klakka/Existu sem eru að svipaðri upphæð og þær sem Klakki/Exista féll frá. Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka/Existu, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann gæti ekki tjáð sig um efnisatriði samkomulagsins vegna trúnaðar. Hann staðfestir þó að þeir fjármunir sem Klakki/Exista mun fá út úr samkomulaginu muni greiðast til eigenda félagsins. Helstu eignir Klakka/Existu eru Skipti hf. (móðurfélag Símans, Mílu og Skjásins), VÍS, Lífís og Lýsing hf. Í nauðasamningi félagsins, sem var staðfestur 17. október 2010, fólst meðal annars að kröfuhafar þess breyttu tíu prósentum af 239,1 milljarða króna kröfum í nýtt hlutafé. 90 prósentum þeirra var síðan breytt í kröfur sem breytanlegar eru í hlutabréf í félaginu ef því tekst ekki að greiða skuldina til baka á tímabilinu 31. desember 2020 til loka árs 2030. Upphæðin fluttist við það af efnahagsreikningi félagsins og kröfuhafar fengu öll yfirráð yfir því. Áður hafði Klakki/Exista verið að mestu í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Vegna nauðasamningsins lækkuðu skuldir Klakka/Existu-samstæðunnar um 308 milljarða króna á árinu 2010. Um er að ræða stærstu staðfestu niðurfærslu á lánum til íslensks félags, ef föllnu bankarnir eru frátaldir.thordur@frettabladid.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Þrotabú Kaupþings og félög í þess eigu eiga 56 prósent af Klakka, sem áður hét Exista, eftir að samkomulag náðist í ágreiningsmálum milli aðilanna í síðustu viku. Þar af verður um 20 prósenta hlutur í beinni eigu þrotabúsins en afgangurinn er að mestu í eigu Arion banka, sem er að mestu í eigu þrotabús Kaupþings. Þetta kemur fram í skjali sem kynnt hefur verið fyrir kröfuhöfum Kaupþings, og Fréttablaðið hefur undir höndum. Samkomulagið, sem náðist í síðustu viku, felur auk þess í sér að Klakki/Exista gefur alls eftir 254 milljarða króna kröfur í þrotabú Kaupþings. Þar á meðal eru 13,5 milljarða króna forgangskrafa, 209,2 milljarða króna óveðtryggð krafa og 31,3 milljarða króna krafa sem lögð hafði verið fram í riftunar- og skaðabótamálum. Kröfurnar voru að mestu tilkomnar vegna afleiðusamninga sem Klakki/Exista gerði við Kaupþing fyrir bankahrun. Um er að ræða stærstu einstöku kröfuna í bú Kaupþings sem enn var í ágreiningi. Klakki/Exista var stærsti einstaki eigandi Kaupþings þegar bankinn féll. Félagið var líka annar stærsti skuldari bankans. Á móti mun Kaupþing, sem átti 50 milljarða króna samþykkta kröfu á Klakka/Existu, losa um 15 milljarða króna innstæðu sem búið hafði haldið hjá sér á meðan deilur stóðu yfir á milli aðilanna tveggja. Heimildir Fréttablaðsins herma að Kaupþing muni auk þess falla frá kröfum á Klakka/Existu sem eru að svipaðri upphæð og þær sem Klakki/Exista féll frá. Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka/Existu, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann gæti ekki tjáð sig um efnisatriði samkomulagsins vegna trúnaðar. Hann staðfestir þó að þeir fjármunir sem Klakki/Exista mun fá út úr samkomulaginu muni greiðast til eigenda félagsins. Helstu eignir Klakka/Existu eru Skipti hf. (móðurfélag Símans, Mílu og Skjásins), VÍS, Lífís og Lýsing hf. Í nauðasamningi félagsins, sem var staðfestur 17. október 2010, fólst meðal annars að kröfuhafar þess breyttu tíu prósentum af 239,1 milljarða króna kröfum í nýtt hlutafé. 90 prósentum þeirra var síðan breytt í kröfur sem breytanlegar eru í hlutabréf í félaginu ef því tekst ekki að greiða skuldina til baka á tímabilinu 31. desember 2020 til loka árs 2030. Upphæðin fluttist við það af efnahagsreikningi félagsins og kröfuhafar fengu öll yfirráð yfir því. Áður hafði Klakki/Exista verið að mestu í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Vegna nauðasamningsins lækkuðu skuldir Klakka/Existu-samstæðunnar um 308 milljarða króna á árinu 2010. Um er að ræða stærstu staðfestu niðurfærslu á lánum til íslensks félags, ef föllnu bankarnir eru frátaldir.thordur@frettabladid.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira