Dómurinn ógnar ekki stöðugleika 14. apríl 2012 07:00 FME spurðist fyrir um áhrif dómsins á virði lána hjá lánastofnunum miðað við fjórar sviðsmyndir um fordæmisgildi. Fréttablaðið/vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) telur að áhrif gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum og endurreikningar lána vegna hans ógni ekki fjármálastöðugleika. Þegar hafa lánastofnanir landsins afskrifað rúmlega 70 milljarða úr efnahagsreikningum sínum vegna dómsins og þá er þess vænst að 15 milljarðar til viðbótar verði brátt afskrifaðir. Verði dómurinn fordæmisgefandi fyrir öll lán sem mögulega fela og fólu í sér ólöglega gengistryggingu er það mat FME að hann muni valda lánastofnunum landsins alls um 165 milljarða króna höggi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem FME hefur tekið saman um áhrif dóms Hæstaréttar á innlendar lánastofnanir. Í dómnum fólst að lánastofnunum bar að styðjast við samningsvexti á gengislánum til þess dags sem Hæstiréttur dæmdi slík lán ólögleg árið 2010. Lánastofnanir höfðu hins vegar stuðst við óverðtryggða vexti Seðlabankans eins og kveðið hafði verið á um í tilmælum frá stjórnvöldum. Þótt FME telji dóminn ekki fela í sér ógn við fjármálastöðugleika áréttar stofnunin að óvissan vegna uppgjörs gengislána sé slæm fyrir fjármálakerfið. Þá sé mikilvægt að henni verði eytt sem fyrst. FME sendi öllum lánastofnunum landsins fyrirspurn þar sem þær voru beðnar um að meta áhrif dómsins á sig miðað við fjórar sviðsmyndir um fordæmisgildi. - mþl Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) telur að áhrif gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum og endurreikningar lána vegna hans ógni ekki fjármálastöðugleika. Þegar hafa lánastofnanir landsins afskrifað rúmlega 70 milljarða úr efnahagsreikningum sínum vegna dómsins og þá er þess vænst að 15 milljarðar til viðbótar verði brátt afskrifaðir. Verði dómurinn fordæmisgefandi fyrir öll lán sem mögulega fela og fólu í sér ólöglega gengistryggingu er það mat FME að hann muni valda lánastofnunum landsins alls um 165 milljarða króna höggi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem FME hefur tekið saman um áhrif dóms Hæstaréttar á innlendar lánastofnanir. Í dómnum fólst að lánastofnunum bar að styðjast við samningsvexti á gengislánum til þess dags sem Hæstiréttur dæmdi slík lán ólögleg árið 2010. Lánastofnanir höfðu hins vegar stuðst við óverðtryggða vexti Seðlabankans eins og kveðið hafði verið á um í tilmælum frá stjórnvöldum. Þótt FME telji dóminn ekki fela í sér ógn við fjármálastöðugleika áréttar stofnunin að óvissan vegna uppgjörs gengislána sé slæm fyrir fjármálakerfið. Þá sé mikilvægt að henni verði eytt sem fyrst. FME sendi öllum lánastofnunum landsins fyrirspurn þar sem þær voru beðnar um að meta áhrif dómsins á sig miðað við fjórar sviðsmyndir um fordæmisgildi. - mþl
Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira