Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM 30. mars 2012 07:30 Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj Fréttir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj
Fréttir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira