Þurfa líklega enn frekari frest til svara 22. febrúar 2012 09:00 Skúli Bjarnason Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira