Þurfa líklega enn frekari frest til svara 22. febrúar 2012 09:00 Skúli Bjarnason Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira