Allt að 300 herbergja hótel í Öskjuhlíðinni 24. janúar 2012 08:00 Hótel í Öskjuhlíð Önnur af tveimur tillögum um hótel við rætur Öskjuhlíðar gerir ráð fyrir því að allt að þrjú hundruð herbergi verði í byggingunni sem verði að hluta til fimm hæðir og standi framan við Keiluhöllina.Mynd/GP Arkitektar Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel framan við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbyggingu vestan og framan við Keiluhöllina og eina hæð ofan á núverandi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæðinni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingaraðstaða. Tengja á hótelið og Keiluhöllina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, undirstrikar að málið sé á algjöru byrjunarstigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu," segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eiginlega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann." Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keiluhöllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu," segir í fyrirspurn Keiluhallarinnar. Í henni eru tvær tillögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjórum hæðum en það aftara á tveimur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir framan og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri," segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bendir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíðar," segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel framan við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbyggingu vestan og framan við Keiluhöllina og eina hæð ofan á núverandi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæðinni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingaraðstaða. Tengja á hótelið og Keiluhöllina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, undirstrikar að málið sé á algjöru byrjunarstigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu," segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eiginlega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann." Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keiluhöllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu," segir í fyrirspurn Keiluhallarinnar. Í henni eru tvær tillögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjórum hæðum en það aftara á tveimur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir framan og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri," segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bendir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíðar," segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira