Ísland hýsi 1% gagna í Evrópu 14. janúar 2012 11:00 Gagnaver Verne Global Gagnaver Verne Global tekur til starfa í byrjun febrúar. Landsvirkjun stefnir á að árið 2020 verði Ísland eitt af tíu stærstu gagnaverskjarnasvæðum í heimi. Stefnt er að því að 1% gagna í Evrópu verði þá hýst á Íslandi. Landsvirkjun áætlar að Ísland geti orðið í hópi tíu stærstu gagnaverasvæða í heimi árið 2020, ef rétt er haldið á málum. Gangi það eftir mun Ísland geta sinnt einu prósenti af Evrópumarkaði fyrir gagnageymslu. Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun, hélt nýverið erindi um málið. Að hans sögn þarf að koma á samstarfi fulltrúa þriggja hópa til að svo megi fara; orkuiðnaðar, innviða og viðskiptaumhverfis. Með innviðum er átt við alla sem koma að gagna- og orkuflutningum. Þeir verða að vera áreiðanlegir og kostnaður skýr. Þá skipta staðsetningar miklu; þessi iðnaður krefst nálægðar við eftirspurnina og Ísland uppfyllir þær kröfur varðandi 2/3 af allri eftirspurn í heiminum, sem er í Norður-Ameríku og Evrópu. Gagnaversiðnaðurinn leitar á svæði þar sem orkuafhending er örugg og orkuverð er því oft hátt. Öll orkufyrirtækin hafa beint sjónum sínum að þessum markaði og jafnvel ráðið starfsmenn úr geiranum til að laða hana að, líkt og Orkuveita Reykjavíkur hefur gert. Í erindi Ríkarðs kom fram að til að markmiðin um hlutdeild Íslands náist verði allir að gefa skýr skilaboð, orkuiðnaðurinn, dreifingaraðilar, viðskiptalífið og ekki síst stjórnmálamenn. Verne Global mun hefja starfsemi í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ í febrúar. Klippt verður á borða við hátíðlega athöfn 8. febrúar, en unnið hefur verið að uppsetningu versins síðustu fjögur ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist mjög ánægð með þessa þróun. „Það er gríðarlegt fagnaðarefni að hér sé að ryðja sér til rúms ný tegund hátækniiðnaðar á Íslandi. Þetta býður upp á mjög mikla afleidda möguleika í framhaldinu. Í öðru lagi er þetta enn eitt merkið um að hér sé erlend fjárfesting aftur að fara af stað. Ég held að með þeirri erlendu fjárfestingu sem við eigum eftir að sjá á þessu ári, með kísilveri í Helguvík og uppbyggingu á Norðausturlandi, munum við sjá mun fjölbreyttari starfsemi en hingað til.“- kóp Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Gagnaver Verne Global tekur til starfa í byrjun febrúar. Landsvirkjun stefnir á að árið 2020 verði Ísland eitt af tíu stærstu gagnaverskjarnasvæðum í heimi. Stefnt er að því að 1% gagna í Evrópu verði þá hýst á Íslandi. Landsvirkjun áætlar að Ísland geti orðið í hópi tíu stærstu gagnaverasvæða í heimi árið 2020, ef rétt er haldið á málum. Gangi það eftir mun Ísland geta sinnt einu prósenti af Evrópumarkaði fyrir gagnageymslu. Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun, hélt nýverið erindi um málið. Að hans sögn þarf að koma á samstarfi fulltrúa þriggja hópa til að svo megi fara; orkuiðnaðar, innviða og viðskiptaumhverfis. Með innviðum er átt við alla sem koma að gagna- og orkuflutningum. Þeir verða að vera áreiðanlegir og kostnaður skýr. Þá skipta staðsetningar miklu; þessi iðnaður krefst nálægðar við eftirspurnina og Ísland uppfyllir þær kröfur varðandi 2/3 af allri eftirspurn í heiminum, sem er í Norður-Ameríku og Evrópu. Gagnaversiðnaðurinn leitar á svæði þar sem orkuafhending er örugg og orkuverð er því oft hátt. Öll orkufyrirtækin hafa beint sjónum sínum að þessum markaði og jafnvel ráðið starfsmenn úr geiranum til að laða hana að, líkt og Orkuveita Reykjavíkur hefur gert. Í erindi Ríkarðs kom fram að til að markmiðin um hlutdeild Íslands náist verði allir að gefa skýr skilaboð, orkuiðnaðurinn, dreifingaraðilar, viðskiptalífið og ekki síst stjórnmálamenn. Verne Global mun hefja starfsemi í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ í febrúar. Klippt verður á borða við hátíðlega athöfn 8. febrúar, en unnið hefur verið að uppsetningu versins síðustu fjögur ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist mjög ánægð með þessa þróun. „Það er gríðarlegt fagnaðarefni að hér sé að ryðja sér til rúms ný tegund hátækniiðnaðar á Íslandi. Þetta býður upp á mjög mikla afleidda möguleika í framhaldinu. Í öðru lagi er þetta enn eitt merkið um að hér sé erlend fjárfesting aftur að fara af stað. Ég held að með þeirri erlendu fjárfestingu sem við eigum eftir að sjá á þessu ári, með kísilveri í Helguvík og uppbyggingu á Norðausturlandi, munum við sjá mun fjölbreyttari starfsemi en hingað til.“- kóp
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira