Minna úrval vegna merkinga matvara 6. janúar 2012 06:00 Hagar hafa að mestu leyti skipt út matvælum sem þarf að merkja vegna reglugerðar um erfðabreytt matvæli. Fréttablaðið/heiða Hagar hafa að mestu leyti skipt út matvælum sem þarf að merkja vegna reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum sem tók gildi um áramótin, að sögn Finns Árnasonar forstjóra. „Við höfum farið í það að skipta út stærstum hluta. Ég held að það sé algjör undantekning að við séum með vörur sem þarf að merkja. Ég er þeirrar skoðunar að þegar fram í sækir flytjist ákveðin viðskipti til Evrópu þar sem minna er um þetta innihald. Þar eru vörurnar auk þess merktar og ekki þarf að endurmerkja þær hér.“ Það er mat Finns að ákveðnar vörur muni detta út af markaðnum hér. „Sumir framleiðendur vilja ekki að þessar merkingar séu settar á vörur þeirra. Jafnframt ríkir óvissa um sumar vörutegundir þar sem margir framleiðendur, sérstaklega í Bandaríkjunum, vilja ekki staðfesta hvort þær innihaldi erfðabreytt efni.“ Ekki þarf að merkja morgunkornstegundirnar frá General Mills, Cheerios, Cocoa Puffs og Honey Nut Cheerios sem fluttar verða inn á þessu ári, sem erfðabreytt matvæli, að því er Ari Fenger, framkvæmdastjóri Nathan& Olsen, greinir frá. Að sögn Ara verður Nathan & Olsen ekki með neinar vörur sem þarf að merkja. Spurður hvort fyrirtækið hafi verið með til sölu erfðabreytt matvæli segir hann: „Ég vil ekki tala um erfðabreytt. Við uppfyllum bara kröfur yfirvalda.“ En eru Cheerios og Cocoa Puffs sem eru í hillum verslana nú erfðabreytt matvæli? „Ég get ekki svarað því. Við uppfylltum reglugerðir árið 2011 og munum gera það 2012.“ Ari bætir því við að gamla, góða, gula Cheeriosið, eins og hann orðar það, verði áfram til sölu á Íslandi með sama góða bragðinu. Það verði áfram flutt inn frá Bandaríkjunum. „Við höfum hins vegar lagað Cocoa Puffs og Honey Nut Cheerios að óskum neytenda og minnkað sykurmagn og annað í því. Það er ný uppskrift í þeim pökkum.“ Markmiðið með reglugerðinni um merkingar erfðabreyttra matvæla sem tók gildi um áramótin er að neytendur fái réttar upplýsingar um þau erfðabreyttu matvæli sem eru til sölu. ibs@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hagar hafa að mestu leyti skipt út matvælum sem þarf að merkja vegna reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum sem tók gildi um áramótin, að sögn Finns Árnasonar forstjóra. „Við höfum farið í það að skipta út stærstum hluta. Ég held að það sé algjör undantekning að við séum með vörur sem þarf að merkja. Ég er þeirrar skoðunar að þegar fram í sækir flytjist ákveðin viðskipti til Evrópu þar sem minna er um þetta innihald. Þar eru vörurnar auk þess merktar og ekki þarf að endurmerkja þær hér.“ Það er mat Finns að ákveðnar vörur muni detta út af markaðnum hér. „Sumir framleiðendur vilja ekki að þessar merkingar séu settar á vörur þeirra. Jafnframt ríkir óvissa um sumar vörutegundir þar sem margir framleiðendur, sérstaklega í Bandaríkjunum, vilja ekki staðfesta hvort þær innihaldi erfðabreytt efni.“ Ekki þarf að merkja morgunkornstegundirnar frá General Mills, Cheerios, Cocoa Puffs og Honey Nut Cheerios sem fluttar verða inn á þessu ári, sem erfðabreytt matvæli, að því er Ari Fenger, framkvæmdastjóri Nathan& Olsen, greinir frá. Að sögn Ara verður Nathan & Olsen ekki með neinar vörur sem þarf að merkja. Spurður hvort fyrirtækið hafi verið með til sölu erfðabreytt matvæli segir hann: „Ég vil ekki tala um erfðabreytt. Við uppfyllum bara kröfur yfirvalda.“ En eru Cheerios og Cocoa Puffs sem eru í hillum verslana nú erfðabreytt matvæli? „Ég get ekki svarað því. Við uppfylltum reglugerðir árið 2011 og munum gera það 2012.“ Ari bætir því við að gamla, góða, gula Cheeriosið, eins og hann orðar það, verði áfram til sölu á Íslandi með sama góða bragðinu. Það verði áfram flutt inn frá Bandaríkjunum. „Við höfum hins vegar lagað Cocoa Puffs og Honey Nut Cheerios að óskum neytenda og minnkað sykurmagn og annað í því. Það er ný uppskrift í þeim pökkum.“ Markmiðið með reglugerðinni um merkingar erfðabreyttra matvæla sem tók gildi um áramótin er að neytendur fái réttar upplýsingar um þau erfðabreyttu matvæli sem eru til sölu. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira