Fréttaskýring: Ótrúleg viðskipti samfélagsmiðla Magnús Halldórsson skrifar 10. apríl 2012 22:41 Mark Zuckerberg, forstjóri og aðaleigandi Facebook. Fyrir tæplega tveimur árum stofnaði Kevin Systrom, ásamt fleiri minni fjárfestum, fyrirtæki í San Francisco sem sendi fljótlega frá sér „app", eða smáforrit, fyrir snjallsíma sem nú hefur breytt honum í milljarðamæring. Facebook hefur keypt hugbúnaðinn, Instagram, sem gerir notendum mögulegt að sýna myndir á samfélagsmiðlaformi, á einn milljarð dollara, tæplega 130 milljarða króna. Í fréttaskýringum í stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna í dag er talað um viðskiptin sem einhver þau ótrúlegustu sem nokkurn tímann hafa átt sér stað í hugbúnaðargeiranum. Ástæðan er ekki sú að Instagram sé óvandaður hugbúnaður, alls ekki. Þvert á móti er hann almennt álitinn sniðugur og þægilegur, og hefur á örskömmum tíma stækkað notendahóp sinn upp í 30 milljónir manna um allan heim.Engar tekjur Það sem gerir viðskiptin ótrúleg er að Instagram er örlítið fyrirtæki, með samtals 10 full stöðugildi og 13 starfsmenn. Hvert stöðugildi er því metið á um 100 milljónir dollara. Fyrirtækið hefur aldrei haft neinar tekjur og var ekki komið svo langt að velta því fyrir sér hvernig það gat haft tekjur, samkvæmt frásögn Wall Street Journal í dag. Samt sem áður slógust samfélagsmiðlarisarnir, Facebook, Google+ og Twitter, um fyrirtækið. Eigendur Instagram voru því í kjörstöðu við að búa til verðsamkeppni til þess að fá sem hæst verð og eru nú orðnir milljarðamæringar í dollurum talið. Verðmiðinn var álitinn vera um 500 milljónir dollara fyrir nokkrum vikum, en varð á endanum tvöfalt hærri.En af hverju? Instagram er gríðarlega ört vaxandi samfélagsmiðlunarform og það er það sem Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook, horfir fyrst og fremst til. Með því að eignast Instagram kemst Facebook í enn sterkari stöðu á snjallsímamarkaði, en þar hefur notendum Facebook ekki fjölgað eins hratt og margir höfðu reiknað með.Netbólulærdómur Kaupin eru einnig sögð vera mikilvæg fyrir þær sakir að fjárfestar velta því fyrir sér, hvort Facebook sé með raunverulegan möguleika á því að verða auglýsingarisi framtíðarinnar, í ljósi ótrúlega ítarlegra upplýsinga um notendur, s.s. aldur, kyn, menntun og áhugamál, eða hvort fyrirtækið sé hreinlega alltof hátt verðlagt. Framundan er nefnilega skráning félagsins á markað. Enn sem komið er hafa efasemdaraddir um möguleika Facebook ekki verið háværar en ýmis fagatímarit hafa þó spurt að því, hvort hugbúnaðargeirinn hafi ekkert lært frá netbólunni í kringum 2000. En þá leitaði fjármagn í gríðarlega miklu magni í nýjungar án þess að fjárfestar veltu því nægilega vel fyrir sér hvernig mögulegt væri að græða á öllu saman. Margir stilla Facebook og Google upp sem andstæðingum hvað þetta snertir, enda Google stærsta fyrirtæki heims sem byggir afkomu sína á auglýsingatekjum. Facebook er þó rekið með góðum hagnaði nú um stundir, og er með árlegar árstekjur upp á 3,7 milljarða dollara, liðlega 500 milljarða króna, og um 800 milljónir notenda. Langsamlega fjölmennasta þjóð heims, Kína, er þó ekki mikið á Facebook, nema þá með lögbrotum, en þar er samfélagsmiðillinn bannaður, eins og svo margt annað. Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrir tæplega tveimur árum stofnaði Kevin Systrom, ásamt fleiri minni fjárfestum, fyrirtæki í San Francisco sem sendi fljótlega frá sér „app", eða smáforrit, fyrir snjallsíma sem nú hefur breytt honum í milljarðamæring. Facebook hefur keypt hugbúnaðinn, Instagram, sem gerir notendum mögulegt að sýna myndir á samfélagsmiðlaformi, á einn milljarð dollara, tæplega 130 milljarða króna. Í fréttaskýringum í stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna í dag er talað um viðskiptin sem einhver þau ótrúlegustu sem nokkurn tímann hafa átt sér stað í hugbúnaðargeiranum. Ástæðan er ekki sú að Instagram sé óvandaður hugbúnaður, alls ekki. Þvert á móti er hann almennt álitinn sniðugur og þægilegur, og hefur á örskömmum tíma stækkað notendahóp sinn upp í 30 milljónir manna um allan heim.Engar tekjur Það sem gerir viðskiptin ótrúleg er að Instagram er örlítið fyrirtæki, með samtals 10 full stöðugildi og 13 starfsmenn. Hvert stöðugildi er því metið á um 100 milljónir dollara. Fyrirtækið hefur aldrei haft neinar tekjur og var ekki komið svo langt að velta því fyrir sér hvernig það gat haft tekjur, samkvæmt frásögn Wall Street Journal í dag. Samt sem áður slógust samfélagsmiðlarisarnir, Facebook, Google+ og Twitter, um fyrirtækið. Eigendur Instagram voru því í kjörstöðu við að búa til verðsamkeppni til þess að fá sem hæst verð og eru nú orðnir milljarðamæringar í dollurum talið. Verðmiðinn var álitinn vera um 500 milljónir dollara fyrir nokkrum vikum, en varð á endanum tvöfalt hærri.En af hverju? Instagram er gríðarlega ört vaxandi samfélagsmiðlunarform og það er það sem Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook, horfir fyrst og fremst til. Með því að eignast Instagram kemst Facebook í enn sterkari stöðu á snjallsímamarkaði, en þar hefur notendum Facebook ekki fjölgað eins hratt og margir höfðu reiknað með.Netbólulærdómur Kaupin eru einnig sögð vera mikilvæg fyrir þær sakir að fjárfestar velta því fyrir sér, hvort Facebook sé með raunverulegan möguleika á því að verða auglýsingarisi framtíðarinnar, í ljósi ótrúlega ítarlegra upplýsinga um notendur, s.s. aldur, kyn, menntun og áhugamál, eða hvort fyrirtækið sé hreinlega alltof hátt verðlagt. Framundan er nefnilega skráning félagsins á markað. Enn sem komið er hafa efasemdaraddir um möguleika Facebook ekki verið háværar en ýmis fagatímarit hafa þó spurt að því, hvort hugbúnaðargeirinn hafi ekkert lært frá netbólunni í kringum 2000. En þá leitaði fjármagn í gríðarlega miklu magni í nýjungar án þess að fjárfestar veltu því nægilega vel fyrir sér hvernig mögulegt væri að græða á öllu saman. Margir stilla Facebook og Google upp sem andstæðingum hvað þetta snertir, enda Google stærsta fyrirtæki heims sem byggir afkomu sína á auglýsingatekjum. Facebook er þó rekið með góðum hagnaði nú um stundir, og er með árlegar árstekjur upp á 3,7 milljarða dollara, liðlega 500 milljarða króna, og um 800 milljónir notenda. Langsamlega fjölmennasta þjóð heims, Kína, er þó ekki mikið á Facebook, nema þá með lögbrotum, en þar er samfélagsmiðillinn bannaður, eins og svo margt annað.
Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira