Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2012 18:45 Spánverjar kaupa gríðarlegt magn af saltfiski af Þorbirni hf. í Grindavík. Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán. Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán.
Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira