Gjaldeyrishöftin eru skjól Magnús Halldórsson skrifar 10. júní 2012 20:41 Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. Fjármálastöðugleiki hefur styrkst nokkuð frá því síðasta skýrsla bankans kom út í desember sl., en þar vegur ekki síst þungt að bankakerfið hefur styrkst, m.a vegna lægri skulda heimila og fyrirtækja og minni vanskila. Sigríður segir að fjárhagsleg staða heimila hafi batnað nokkuð hratt, en eins og sést á myndinni í meðfylgjandi myndbandi hafa skuldir sem hlutfall af landsframleiðslunni lækkað stöðugt að undanförnu. „Í aðdraganda hrunsins og svona fyrstu tvö árin eftir það þegar gengið féll voru skuldir íslenskra heimila á Íslandi mjög háar. Það var meira að segja þannig að árið 2010 voru Íslendingar með hæstu skuldir heimila í Evrópu miðað við ráðstöfunartekjur. Miðað við tölur 2011 og spá fyrir árið 2012 frá Seðlabankanum sjáum við fram á að skuldir heimila eru að verða meira viðráðanlegar," segir Sigríður. Ein helsta áhættan sem snýr að íslenska hagkerfinu eru gjaldeyrishöftin, en uppsafnaður aflandskrónuvandi, þ.e. fjármagn sem líklegt er til þess að fara úr hagkerfinu við afnám hafta, er nú yfir 400 milljarðar króna hið minnsta, auk þess sem íslenskir lífeyris- og verðbréfasjóðir eiga um 200 milljarða á bankareikningum sem gætu viljað út. Sigríður segir þó að höftin séu um margt skjól nú, sökum erfiðrar stöðu erlendis. „Það er líka alveg augljós áhætta núna erlendis á evrusvæðinu. Grikkland, Spánn og Kýpur er að koma inn núna þó það sé lítið. Það getur haft einhver áhrif á okkur. En við erum náttúrlega í vari í höftum," segir Sigríður. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. Fjármálastöðugleiki hefur styrkst nokkuð frá því síðasta skýrsla bankans kom út í desember sl., en þar vegur ekki síst þungt að bankakerfið hefur styrkst, m.a vegna lægri skulda heimila og fyrirtækja og minni vanskila. Sigríður segir að fjárhagsleg staða heimila hafi batnað nokkuð hratt, en eins og sést á myndinni í meðfylgjandi myndbandi hafa skuldir sem hlutfall af landsframleiðslunni lækkað stöðugt að undanförnu. „Í aðdraganda hrunsins og svona fyrstu tvö árin eftir það þegar gengið féll voru skuldir íslenskra heimila á Íslandi mjög háar. Það var meira að segja þannig að árið 2010 voru Íslendingar með hæstu skuldir heimila í Evrópu miðað við ráðstöfunartekjur. Miðað við tölur 2011 og spá fyrir árið 2012 frá Seðlabankanum sjáum við fram á að skuldir heimila eru að verða meira viðráðanlegar," segir Sigríður. Ein helsta áhættan sem snýr að íslenska hagkerfinu eru gjaldeyrishöftin, en uppsafnaður aflandskrónuvandi, þ.e. fjármagn sem líklegt er til þess að fara úr hagkerfinu við afnám hafta, er nú yfir 400 milljarðar króna hið minnsta, auk þess sem íslenskir lífeyris- og verðbréfasjóðir eiga um 200 milljarða á bankareikningum sem gætu viljað út. Sigríður segir þó að höftin séu um margt skjól nú, sökum erfiðrar stöðu erlendis. „Það er líka alveg augljós áhætta núna erlendis á evrusvæðinu. Grikkland, Spánn og Kýpur er að koma inn núna þó það sé lítið. Það getur haft einhver áhrif á okkur. En við erum náttúrlega í vari í höftum," segir Sigríður.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira