Viðskipti innlent

Moody´s: Óbreytt lánshæfiseinkunn hjá OR

Matsfyrirtækið Moody's hefur gefið Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lánshæfiseinkunnina B1 með neikvæðum horfum og er það óbreytt frá fyrra mati.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að matið hafi ekki áhrif á rekstur eða skuldastöðu Orkuveitunnar. Fyrirtækið og eigendur þess kynntu í mars í fyrra aðgerðaráætlun fram til árins 2016 sem miðar að því að Orkuveitan þurfi ekki að leita erlendrar fjármögnunar á því tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×