Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum.
Það var í apríl á þessu ári sem Cameron tilkynnti um stofnun sprotafyrirtækisins Planetary Resources. Fjöldi nafntogaðra auðmanna styðja við bakið á verkefninu, þar á meðal eru stjórnendur og stofnendur tæknirisans Google.
Fyrirtækið hyggst stunda námugröft á smástirnum en slíkar hugmyndir hafa verið reifaðar af vísindamönnum í þó nokkurn tíma.
Það kemur því ekki á óvart að Cameron skuli leita til Virgin Galactic, geimferðaráætlunar Richard Bransons. Síðustu ár hefur breski milljarðamæringurinn unnið að þróun geimflauga sem flutt geta einstaklinga út í geim.
Í fréttatilkynningu frá Virgin Galactic kemur fram að fyrirtækið muni þróa ómannaða geimflaug sem kemur til með að flytja tækjabúnað að smástirnum.
Milljarðamæringar í samstarf

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent