Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag Íslands helst stöðugt

Skuldatryggingarálag Íslands hélst stöðugt á öðrum ársfjórðungi ársins á meðan það hækkaði hjá flestum Evrópuríkjum ef Norðurlöndin eru undanskilin.

Þetta kemur fram í ársfjórðungsyfirliti frá gagnaveitunni CMA. Þar segir að við upphaf fjórðungsins hafi álagið á Ísland staðið í 275 punktum en við lok hans var það 287 punktar.

Hvað hin Norðurlöndin varðar er skuldatryggingarálag þeirra undir 80 punktum hjá öllum nema Dönum þar sem það stendur í rúmlega 100 punktum. Raunar er Noregur það land í heiminum sem talið er öruggast að skulda og Svíþjóð og Finnland eru einnig í hópi fimm öruggustu skuldara heimisins mælt með þessu álagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×