Viðskipti innlent

Mikil aukning á nauðungarsölum fasteigna í Reykjavík

Mikil aukning hefur orðið á nauðungarsölum fasteigna hjá Sýslumanninum í Reykjavík á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er um 50%.

Á vefsíðu sýslumannsins segir að á tímabilinu frá áramótum og fram til loka júní hafi 243 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá embættinu í Reykjavík. Á sama tímabili í fyrra var um 169 nauðungarsölur að ræða.

Af einstökum mánuðum voru yfir 50 nauðungarsölur í ár í mars, apríl og maí. Í fyrra urðu þær hinsvegar flestar í júní eða 41 talsins og í mars eða 40 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×